fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Sonur Herberts er týndur í heimi fíkniefnanna – „Er búinn undir það versta“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. desember 2018 07:27

Herbert Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn þekkti tónlistarmaður Herbert Guðmundsson hefur ekki heyrt frá  yngsta syni sínum um hríð en hann glímir við fíkniefnadjöfulinn að sögn Herberts. Hann segir að langir biðlistar í meðferð hjálpi ekki fíknisjúklingum sem eygja ekki mikla von um bata.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. „Ég á von á öllu og er búinn undir það versta.“ Er haft eftir Herbert um stöðuna. Hann segir hana vera ömurlega og þetta sé mjög erfitt. Það sé hins vegar gott að búa sjálfur yfir reynslu af þessari baráttu og vita að hægt sé að sigrast á þessu.

Herbert segist ekki hafa heyrt í syni sínum lengi og hafi því ákveðið að opna á málið á Facebook í gær þar sem hann birti mynd af syni sínum í þeirri von að hann sjái hana og þá sem er skrifuð undir myndina.

„Ég er í raun bara að öskra á hjálp með þessari færslu.“

Segir Herbert.

Langur biðlisti er inn á Vog og segir Herbert leiðinlegt að sjá hversu langir biðlistar eru fyrir fíknisjúklinga. Sonur hans átti pláss á Vogi fyrir um hálfum mánuði að sögn Herberts en mætti ekki og þá sé staðan orðin alvarleg.

„Ég var búinn að heyra í honum þar á undan aðeins og þá var hann tilbúinn að berjast og fá hjálp. Það er í raun skammarlegt hvað það eru langir biðlistar inn á Vog. Við ættum að geta hjálpað betur okkar veikasta fólki.“

Herbert segist aðeins geta beðið og mætt sjálfur á tólf spora fundi. Sonur hans hafi líklega týnt símanum sínum eða selt hann upp í fíkniefnaskuld og því heyri hann ekkert frá honum.

„En menn geta komið til baka og það er von.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“