fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Mikil hagnaður af stærstu viðskiptaráðstefnu sem haldin hefur verið hér á landi

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 13. desember 2018 12:30

Mynd ©Kristinn Ingvarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stærsta viðskiptaráðstefna sem haldin hefur verið á Íslandi – EURAM 2018 – skilaði hinni alþjóðlegu viðskipakademíu 45 milljónum. Ráðstefnan European Academy of Management (EURAM) var haldin dagana 19.-22. júní sl. Um sautján hundruð fræðimenn sóttu Ísland heim vegna ráðstefnunnar en á ráðstefnunni voru haldin 1.200 erindi á 400 viðburðum. Ráðstefnan skilaði European Academy of Management samfélaginu 35 milljónum króna sem notaðar verða til þess að fjármagna akademísk starf í Evrópu og víðar. Hagnaðar viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands var um tíu milljónir, samkvæmt tilkynningu.

EURAM er þekkingarsamfélag háskóla í 49 löndum sem stofnað var árið 2001 og miðar að því að efla rannsóknir og þekkingarsköpun í viðskiptafræði. Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands tryggði sér rétt til að halda ráðstefnuna árið 2016 og var ráðstefnan haldin i júní 2018 í Háskóla Íslands. 

Um 2.000 fræðimenn sóttu um að koma á ráðstefnuna á Íslandi með því að senda inn vísindagrein. Það eru um 60% fleiri umsóknir en bárust þegar ráðstefnan var haldin á síðasta ári við University of Strathclyde í Glasgow í Skotlandi. Um 25% umsókna var hafnað til þess að tryggja gæði ráðstefnunnar. Hver grein var lesin af 2 – 3 fræðimönnum sem gáfu endurgjöf á greinarnar. Áætlað er að um 10.000 klukkustundir hafi verið notaðar til þess að rýna innsendar greinar. 

Ráðstefna EURAM er ein sú stærsta á sviði viðskiptafræði í Evrópu og stærsta ráðstefna sem haldin hefur verið á þessu sviði á Íslandi.  Frestur fræðimanna til að skila inn umsókn um að kynna rannsóknir sínar á ráðstefnunni rann út í upphafi árs 2018 og þegar upp var staðið reyndust umsóknirnar alls um 2.000. Það eru Undirbúningsnefnd ráðstefnunnar hafði því í nógu að snúast á fyrri hluta ársins við að meta umsóknir og ákvað á endanum að bjóða aðstandendum um 1.200 rannsókna að kynna þær á ráðstefnunni í júní.

Um sautján hundruð manns komu hingað til lands á ráðstefnuna sem verður um leið ein sú stærsta sem haldin hefur verið við Háskóla Íslands. Ráðstefnan er jafnframt sú stærsta sem haldin hefur verið í 18 ára sögu EURAM. Miðað við þann fjölda sem sótti ráðstefnuna má áætla að hún hafi skilað þjóðarbúinu um hálfum milljarði í gjaldeyristekjur.

Yfirskrift ráðstefnunnar var „Research in Action – Accelerating knowledge creation in management.“ Þema ráðstefnunnar „Research in Action“ verður yfirskrift fyrir nýjan verkvang sem miðar að því að efla samstarf akademíunnar og atvinnulífsins við að finna lausnir á mikilvægum áskorunum. Stefnt er að því að verkefnið verði samstarf um 40 háskóla og fyrirtækja. Þegar hafa háskólar eins og BI – Norwegian Business School, Copenhagen Business School, Henley Business School, University of Strathclyde, Insead og fleiri háskólar sýnt verkefninu áhuga. Markmið EURAM 2018 var að búa til grundvöll fyrir aukið alþjóðlegt samstarf Háskóla Íslands við akademíu og atvinnulíf.

Umsóknarferlið vegna EURAM ráðstefnunnar var unnið í samvinnu Háskóla Íslands, Meet in Reykjavik, Reykjavíkurborgar og Embætti Forseta Íslands. Formaður undirbúningsnefndar EURAM og framkvæmdastjóri ráðstefnunnar var Dr. Eyþór Ívar Jónsson, lektor við Viðskiptafræðideild og forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti. Hann mun taka sæti í stjórn EURAM á þessu ári og verður Ísland því 50. þátttökulandið í samtökunum.

Þann 13. desember kl. 16:30 verður haldið lokahóf EURAM 2018 í Háskóla Íslands: https://www.eventbrite.com/e/lokahof-euram-2018-research-in-action-tickets-53534979565?aff=HI

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum