fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

Loftsteinninn Bennu getur rekist á jörðina – 80.000 sinnum öflugri en kjarnorkusprengja

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. desember 2018 07:11

Bennu. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til að öðlast betri skilning á hvernig líf hófst á jörðinni sendi bandaríska geimferðastofnunin NASA geimfarið Osiris-Rex út í geiminn 2016 til að rannsaka loftsteininn Bennu. Bennu er á stærð við skýjakljúf og getur hugsanlega lent í árekstri við jörðina á næstu öld. Ef svo illa fer verða afleiðingarnar hrikalegar því sprengingin yrði 80.000 sinnum öflugri en kjarnorkusprengingin í Hiroshima í síðari heimsstyrjöldinni.

Bennu er nú í um 2,25 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Hann er einhverskonar afgangur frá því að sólkerfið okkar myndaðist fyrir 4,5 milljörðum ára og hefur verið á ferð um það síðan. Vísindamenn telja að Bennu hafi lent í árekstri við jörðina á þeim tíma og hafi hugsanlega skilið eftir sig vatn og lífræn efni sem lögðu síðan grunninn að líf hér á jörðinni.

Osiris-Rex er nú kominn að Bennu og sýni af yfirborði loftsteinsins sýna að þar er að finna vísbendingar um vatn. Þetta getur, að sögn Dante Lauretta sem stýrir verkefninu, verið mjög mikilvæg uppgötvun í tengslum við rannsóknir á upphafi lífsins á jörðinni.

Geimfarið hefur safnað ryki frá Bennu og greint það. Geimfarið kemur síðan aftur til jarðarinnar 2023 með þau sýni sem það hefur þá aflað. Vonast vísindamenn til að það færi okkur nýja vitneskju um sögu sólkerfisins.

Bennu fer sjötta hvert ár í gegnum braut jarðarinnar á eilífðarferðalagi sínu um sólina. 2135 mun braut Bennu liggja á milli jarðarinnar og tunglsins og það gæti haft áhrif á braut hans í framtíðinni. NASA hefur sett  Bennu í flokk með „hugsanlega hættulegum“ loftsteinum vegna þessa því ekki er talið útilokað að þá muni braut hans breytast og hann lenda í árekstri við jörðina síðar. Það er þó huggun harmi gegn að líkurnar á þessu eru ekki taldar miklar en ef allt fer á versta veg erum við í vondum málum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Pressan
Í gær

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti