fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Matur

Jennifer Aniston verður fimmtug á næsta ári: Þessi drykkur heldur henni í formi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 10. desember 2018 09:17

Jennifer Aniston nálgast fimmtugt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Jennifer Aniston verður fimmtug í febrúar á næsta ári og hefur sjaldan liðið betur, eins og hún sagði í viðtali við spjallþáttadrottninguna Ellen DeGeneres í síðustu viku.

Jennifer er nú í óðaönn að kynna nýju Netflix-myndina sína, Dumplin’, og sagði í þætti Ellenar að ástæðan fyrir því að hún sé í svo góðu formi sé að hún boxi nokkrum sinnum í viku með þjálfara sínum, Leyon Azubuike.

https://www.instagram.com/p/BrDgW6HFo1l/

„Hann kallar mig meistara og það er ekki skrýtið,” sagði Jennifer um þjálfarann sinn og bætti við. „Ég hefði ekki getað ímyndað mér að einhver gæti kallað mig meistara og mér þætti það í lagi. Hey meistari! Við þurfum að ná hjartslættinum upp í 80.“

Jennifer æfir yfirleitt í klukkustund á hverjum degi og hvílir síðan á sunnudögum. Þá er hún dugleg að breyta til í ræktinni og því nennir hún alltaf að fara.

Við sjáum Jennifer næst í Netflix-myndinni Dumplin’.

Þegar kemur að mataræðinu er Jennifer mjög hrifin af hreinni fæðu en það er einn drykkur sem hún fær ekki nóg af. Hún drekkur hann til að fylla sig af orku en hann inniheldur banana, kirsuber, brómber, plöntuduft, collagen, smá kakó, stevia dropa með súkkulaðibragði og möndlumjólk með súkkulaðibragði.

„Ég elska súkkulaðibragð. Mér finnst próteinbragð ekki gott.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
14.01.2025

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar