fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Þingmenn með háa desemberuppbót – „Mér finnst þetta of mikið“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 2. desember 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Desemberuppbótin er persónuuppbót og á því ekki vera neitt hlutfall af launum eða vera í samræmi við hvort laun eru há eða lág,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Samkvæmt launaseðli hans er desemberuppbótin, eða það sem stundum er kallað jólabónus, 181.050 kr.

Ekki virðist hægt að nálgast upplýsingar um þetta á netinu, hvorki tókst blaðamanni það né Birni sjálfum. Á vefsíðu kjararáðs er vísað til sérstakrar undirsíðu á vef Alþingis um þessi kjör en sú síða liggur niðri.

Ákvörðun um desemberuppbót og önnur launakjör þingmanna var ákvörðuð af Kjararáði sem nú hefur verið lagt niður og hlutverk þess fært inn í fjármálaráðuneytið. Lög um framtíðarskipan kjaramála embættismanna og kjörinna fulltrúa hafa hins vegar ekki litið dagsins ljós.

Björn segist telja uppbótina allt of háa. „Ég átta mig ekki á því hvernig þetta er reiknað út. Þetta er í rauninni alveg fáránlegt.“

Desemberuppbót er föst upphæð sem oftast er ákvörðuð í samningum verkalýðsfélaga við viðsemjendur sína og er ekki reiknuð út frá launatölu. Þannig er desemberuppbót samkvæmt kjarasamningum VR 89.000 kr. miðað við fullt starf. Sömu upphæð hefur Efling samið um fyrir sína umbjóðendur á almennum markaði, Reykjavíkurborg og hjúkrunarheimilum ríkisins, en félagar í Eflingu sem starfa hjá öðrum sveitarfélögum en Reykjavíkurborg fá hins vegar 113.000 kr. í desemberuppbót.

Í fljótu bragði séð virðast engar stéttir nálgast desemberuppbót þingmanna. Björn Leví telur að desemberuppbót þingmanna ætti ekki að vera hærri en gengur og gerist almennt í samfélaginu, engar forsendur séu fyrir svo miklu hærri uppbót.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum