fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fókus

Clint Eastwood er krefjandi

Tom Hanks ræddi um leikstjórann í þætti Graham Norton

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 30. nóvember 2016 17:15

Tom Hanks ræddi um leikstjórann í þætti Graham Norton

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þú vilt ekki að Clint Eastwood sendi þér ákveðið augnaráð,“ segir bandaríski stórleikarinn Tom Hanks um hinn þaulreynda Clint Eastwood. Þeir Hanks og Eastwood unnu saman í fyrsta skipti í myndinni Sully sem frumsýnd var í haust.

Hanks var gestur Grahams Norton í samnefndum þætti á dögunum þar sem hann fór yfir samstarfið með Eastwood sem, þrátt fyrir að vera 86 ára, er enn í fullu fjöri. Hanks bar Eastwood góða söguna og sagði að hann væri leikstjóri sem gerði ríkar kröfur til leikara í myndum sínum. Hann ætti það til að vera hálf ógnvekjandi á köflum enda þekktur harðjaxl úr heimi kvikmynda.

Myndin er sannsöguleg og segir frá frægu atviki sem átti sér stað árið 2009 þegar flugstjórinn Chesley Sullenberger, eða Sully, neyddist til að nauðlenda farþegaflugvél á Hudson-ánni í New York. Um borð voru 155 manns og sluppu allir ómeiddir frá atvikinu. Í kjölfarið varð Sully að eins konar þjóðhetju í Bandaríkjunum.

Þó að Eastwood sé orðinn 86 ára er hann hvergi nærri sestur í helgan stein. Í haust var greint frá því að hann væri að íhuga að gera mynd um lífsreynslu Jessicu Buchanan sem var rænt af sómalískum sjóræningjum árið 2011.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Er Stórfótur raunverulegur og hvers vegna nær enginn að fanga hann á góðri mynd?

Er Stórfótur raunverulegur og hvers vegna nær enginn að fanga hann á góðri mynd?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hin raunverulega Martha úr Baby Reindeer hótar Stephen King

Hin raunverulega Martha úr Baby Reindeer hótar Stephen King
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð