fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024

Frakki fékk hús í arf sem geymdi ótrúlegt leyndarmál

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 23. nóvember 2016 09:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frakki einn á besta aldri átti ekki von á því að hús sem hann erfði frá látnum ættingjum sínum í Normandy í norðvesturhluta landsins myndi koma honum í heimsfréttirnar. Raunin varð þó önnur.

Þegar maðurinn fór að skoða húsið nánar, til dæmis innanstokksmuni, kom í ljós að víða í húsinu leyndist gríðarlegt magn af gulli. Þetta staðfestir Nicolas Fierfort, uppboðshaldari í Normandy, í samtali við AFP-fréttaveituna. Nicolas var fenginn til að verðmeta þá muni sem fundust í húsinu og við nánari skoðun fannst gullið.

„Það voru þarna 5.000 gullpeningar, tvær tólf kílóa gullstengur og 37 stengur sem vógu eitt kíló,“ segir Nicolas. Nicolas mat það svo að verðmæti gullsins hafi numið 3,5 milljónum evra, 420 milljónum króna. Hann segir að gullið hafi verið vandlega falið víðsvegar um húsið; undir húsgögnum, á baðherberginu og milli þilja.

Rannsókn leiddi í ljós að gullið hafði fyrri eigandi hússins keypt á sjötta og sjöunda áratug liðinnar aldar og fundust staðfestingar þess efnis, vottuð skjöl, í húsinu. Samkvæmt frétt Guardian, sem vísar í AFP, var gullið selt á uppboði fyrir skemmstu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Dagur undrandi á Kastljóssþætti Maríu Sigrúnar – „Drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir“

Dagur undrandi á Kastljóssþætti Maríu Sigrúnar – „Drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Skoðar það að fara til Sádí Arabíu í sumar svo að hann og fjölskyldan fái frið frá hjákonunni

Skoðar það að fara til Sádí Arabíu í sumar svo að hann og fjölskyldan fái frið frá hjákonunni
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Inga Sæland æf út í MAST og vill leggja stofnunina niður – „Ljótu andskotans aumingjarnir“

Inga Sæland æf út í MAST og vill leggja stofnunina niður – „Ljótu andskotans aumingjarnir“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Áður óséð myndband frá látunum í Kópavogi: Staðsetning og ákvarðanir Gunnars orka tvímælis og hvað sagði Halldór við Adam?

Áður óséð myndband frá látunum í Kópavogi: Staðsetning og ákvarðanir Gunnars orka tvímælis og hvað sagði Halldór við Adam?
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fullyrt að leikmenn United séu hættir að hlusta á það sem Ten Hag segir

Fullyrt að leikmenn United séu hættir að hlusta á það sem Ten Hag segir
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Beggi blindi sakar framkvæmdastjóra Blindrafélagsins um siðblindu

Beggi blindi sakar framkvæmdastjóra Blindrafélagsins um siðblindu
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Norska fjársjóðsleitin er hafin – Milljónir í boði og þú getur tekið þátt

Norska fjársjóðsleitin er hafin – Milljónir í boði og þú getur tekið þátt
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Reiðikast í umferðinni endaði með pastakasti

Reiðikast í umferðinni endaði með pastakasti