fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Fókus

„Fótósjoppaði“ látinn unnusta á brúðkaupsmyndirnar – „Í dag vaknaði ég með hjartasár“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 22. nóvember 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í febrúar lést Randy Zimmerman í mótorhjólaslysi, en hann og unnusta hans, Debbie Gerlach, voru búin að ákveða að ganga í hjónaband 11. nóvember.
Gerlach ákvað að heiðra minningu unnusta síns með því að fara í myndatöku í brúðarkjólnum rétt fyrir áætlaðan brúðkaupsdag. Hún fékk ljósmyndarann Kristie Fonseca til að mynda hana líkt og um brúðkaupsmyndatöku væri að ræða. Síðan notaði hún gamlar myndir af Zimmermann og „fótósjoppaði“ hann inn á myndirnar.
„Hún stóð sig einstaklega vel og átti ekki í neinum vandræðum með að setja sig í stellingar, sem ég gat unnið með,“ sagði Fonseca í viðtaði við Yahoo Lifestyle.
Gerlach birti myndirnar á Facebook-síðu ásamt hjartnæmri kveðju til látins unnustans: „Dagurinn í dag átti að vera besti dagur lífs míns. Dagurinn í dag átti að vera dagurinn sem ég giftist besta vini mínum. Dagurinn í dag átti að vera dagurinn sem mig hefur dreymt um frá því ég var lítil stúlka. Í dag átti ég að verða eiginkona, frú Zimmerman…..en í dag vaknaði ég ein, eins og ég geri alla daga. Í dag vaknaði ég með hjartasár enn og aftur.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skilnaðarlögfræðingur um hvort karlar eða konur halda meira framhjá – Svarið gæti komið þér á óvart

Skilnaðarlögfræðingur um hvort karlar eða konur halda meira framhjá – Svarið gæti komið þér á óvart
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt annað að sjá Brad Pitt – Sjáðu myndina

Allt annað að sjá Brad Pitt – Sjáðu myndina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Patrekur klæddi sig upp sem Victoria‘s Secret fyrirsæta – Sjáðu hvernig hann fór að þessu

Patrekur klæddi sig upp sem Victoria‘s Secret fyrirsæta – Sjáðu hvernig hann fór að þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“