fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Eyjan

Brexit lendir í árekstri við raunveruleikann – „það vinnur aldrei neinn sitt dauðastríð“

Egill Helgason
Föstudaginn 16. nóvember 2018 19:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í viðtali sem ég átti Hannes Pétursson skáld og birtist í Kiljunni töluðum við um það í lokinn að hann fylgdist með fréttum og þjóðfélagsmálum þrátt fyrir háan aldur. Hannes er fæddur 1931. Hannes nefndi sérstaklega Brexit og sagði að „United Kingdom“ væri að leysast upp hægt og bítandi, alveg öfugt við það sem Brexit-menn hugsuðu sér.. Hann sagði að það minnti sig á kvæði eftir Stein Steinarr um breska heimsveldið sem nefnist Imperium Britannicum, en það endar með þessum línum:

„Það vinnur aldrei neinn sitt dauðastríð.“

Allt er í uppnámi vegna Brexit. Theresa May hefur verið skilin eftir með það í fanginu að reyna að gera nothæfan samning, en Brexit-sinnar verða óðir yfir hverri tillögu hennar. Einna spaugilegastur er Dominic Raab sem var ráðherra Brexit þangað til í gær en sagði af sér þegar loks var komið eitthvað sem líktist samningi.

Bobby McDonagh, fyrrverandi sendiherra Íra á Bretlandi, skrifar grein í Irish Times þar sem hann segir.

„Afsögn Dominics Raab er mótmæli við samning sem hann bar sjálfur ábyrgð á að gera og líkist því mest að ræna banka en framkvæma svo borgaralega handtöku á sjálfum sér á leiðinni út.“

 

 

McDonagh leggur í greininni út af frægu riti bandaríska sagnfræðingsins Barbara Tuchman, The March of Folly eða Framrás heimskunnar. Í bókinni skilgreindi Tuchman atburði í mannkynssögunni þar sem heimska réð ferðinni. Byrjaði lengst aftur í Trjójuhestinum og náði fram í Vietnamstríð.

Þeir urðu að uppfylla eftirtalin skilyrði:  Vera í andstöðu við hagsmuni hópsins sem stóð fyrir þeim. Að gerast yfir lengri tíma, semsagt ekki bara í einni andrá þar sem flónskan blindar sýn. Þetta þarf að eiga við um flokk manna, ekki bara einn einn afvegaleiddan brjálæðing. Og, ekki síst, það þarf að vera fólk innan um sem bendir á að þessi hegðun sé heimska.

En May ber þessa byrði og ætlar að halda áfram. Maður getur vart annað en dáðst að þrautseigju hennar. Alls staðar sitja menn á svikráðum við hana, sérstaklega hennar eigin flokksmenn. Og ekki er mikið á andstæðingi hennar Corbyn að græða. Honum tekst ekki að setja fram neinar hugmyndir sem vit er í.

Rithöfundurinn frægi, J. K. Rowling, höfundur Harry Potter-bókanna, er ómyrk í máli á Twitter. Hún segir að Brexit hafi lent í árekstri við raunveruleikann og nú stökkvi hugleysingjar í björgunarbátana, bendi á Teresu May og æpi að þetta sé allt henni að kenna. Við hefðum getað töfrað ísjakana burt!

 

 

Við Hannes Pétursson töluðum reyndar aðallega um skáldskap og nýja ljóðabók hans, Haustaugu. Viðtalið er að finna hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?