fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Eyjan

Helmingur fundargesta skildi ekki útskýringar Seðlabankastjóra

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 16. nóvember 2018 16:12

Már Guðmundsson Mynd/Viðskiptaráð

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn árlegi Peningamálafundur Viðskiptaráðs fór fram í síðustu viku. Yfirskrift hans var „Hávaxtaland að eilífu?“ en fundurinn var haldinn í kjölfar nýlegrar vaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Már Guðmundsson seðlabankastjóri hélt einnig tölu á fundinum um stöðu og horfur í efnahagsmálum. Í viðleitni sinni til að réttlæta nýlega vaxtahækkun greindi Már frá því að verðbólga og verðbólguvæntingar væru að þokast upp á við:

„Almennt er leitast við að hafa vexti Seðlabankans eins lága og hægt er en jafnframt eins háa og nauðsynlegt er.“

Á vef Viðskiptaráðs er einnig greint frá því að Rannveig Sigurðardóttir, sem nýlega var ráðin aðstoðarseðlabankastjóri, hafi spurt salinn eftir ræðu Más, hvort gestir væru nú ekki betur upplýstir um hvers vegna bankinn hækkaði vexti.

Svo virtist ekki vera, því aðeins helmingur gesta rétti upp hönd, því til staðfestingar.

Þá talaði Rannveig einnig um að henni líkaði ekki þær áætlanir að fjármálastöðugleiki væri framar í forgangsröðinni en verðstöðugleiki:

„Ef ég væri ekki aðstoðarseðlabankastjóri myndi ég segja að tillaga um aukna áherslu á fjármálastöðugleika væri arfavitlaus, en af því að ég er hjá Seðlabankanum segi ég bara að hún sé ekki góð“.

Forstjóri Veritas, Hrund Rudolfsdóttir, tók einnig til máls og má segja að hún hafi hitt naglann á höfuðið er hún spurði hvort ekki mætti sleppa spurningamerkinu á yfirskrift fundarins. (Hávaxtaland að eilífu?) Það væri ískaldur veruleiki að vaxtastigið hér á landi yrði ávallt hærra en erlendis og því væri alger óþarfi að vera sífellt hissa á vaxtahækkunum.

Ritstjóri Miðjunnar, Sigurjón M. Egilsson, greinir frá þessu á vef sínum. Sigurjón hefur marga fjöruna sopið þegar kemur að fréttaflutningi enda með áralanga reynslu. Á Facebooksíðu sinni segir hann þó að þessi frétt sé með þeim „allra dásamlegustu fréttum“ sem hann hafi skrifað „lengi, lengi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben