fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025

Sonur Telmu þarf gleraugu: „Eiga börn efnalítilla foreldra ekki rétt á gleraugum?“

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 6. febrúar 2018 10:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Telma Ýr Birgisdóttir komst að því að sonur hennar þyrfti að nota gleraugu þegar hann var einungis 6 vikna gamall. Þegar hann var orðin fjögurra og hálfs mánaða gamall fékk hann sín fyrstu gleraugu og kostuðu þau hjónin 76.200 krónur með afslætti.

Við gerum okkur alveg grein fyrir því að þegar við eignumst börn þá vitum við að allskonar kostnaður getur fylgt með en mér finnst þetta alls ekki í lagi,

segir Telma í samtali við Bleikt.is

Börn efnalítilla foreldra ekki rétt á gleraugum

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu niðurgreiðir gler í barnagleraugu og fengu þau hjónin 9000 krónur til baka.

Eiga þá börn efnalítilla foreldra ekki rétt á gleraugum? Það ætti að vera meiri niðurgreiðsla á þessu þar sem við viljum að börn fái jöfn tækifæri, til dæmis til náms.

Sleppa því að kaupa gleraugu

Telma setti inn færslu á Facebook sem vakti athygli og segist hún hafa fengið nokkur skilaboð frá mæðrum sem slepptu því að kaupa gleraugu handa börnunum sínum í einhvern tíma þar sem útgjöldin eru svo há.

Mér finnst þetta mjög sorglegt og finnst mér að niðurgreiðslan eigi að vera hækkuð, hugsanlega með niðurgreiðslum úr sjúkratryggingum og ákvað ég því að safna undirskriftum til þess að koma þessu áfram.

Telma tók við undirskriftarlista í gær sem hægt er að nálgast HÉR og skrifa undir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Donnarumma sagður hafa náð saman við City um kaup og kjör

Donnarumma sagður hafa náð saman við City um kaup og kjör
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Mun City reyna að stela Simons af Chelsea?

Mun City reyna að stela Simons af Chelsea?
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fer í læknisskoðun hjá Liverpool í dag

Fer í læknisskoðun hjá Liverpool í dag
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leikmenn Chelsea gefa hluta af bónusi sínum til fjölskyldu Jota

Leikmenn Chelsea gefa hluta af bónusi sínum til fjölskyldu Jota
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum
Haraldur Briem látinn
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Fundu mikið magn falsaðra lyfja sem voru merkt þekktum lyfjaframleiðendum

Fundu mikið magn falsaðra lyfja sem voru merkt þekktum lyfjaframleiðendum
EyjanFastir pennar
Fyrir 9 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Gummi Magg í Breiðablik
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stórfurðuleg ástæða þess að Rojo má ekki bera nafnið á bakinu

Stórfurðuleg ástæða þess að Rojo má ekki bera nafnið á bakinu
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Morðin í jógúrtbúðinni – Hver myrti fjórar stúlkur fyrir þremur áratugum og af hverju hefur hann enn ekki fundist?

Morðin í jógúrtbúðinni – Hver myrti fjórar stúlkur fyrir þremur áratugum og af hverju hefur hann enn ekki fundist?