fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Jóhanna flúði land eftir áralanga baráttu við kerfið – Þurfti bara ár í meðferð – „Ég get ekki hugsað mér að búa á Íslandi“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 14:18

Jóhanna Þorsteinsdóttir. Samsett mynd/DV/Skjáskot af vef RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhanna Þorsteinsdóttir flúði Ísland eftir að hafa barist við kerfið í áraraðir. Hún er 29 ára og var metin með 75% örorku. Þegar hún var unglingur flutti hún með foreldum sínum til Danmerkur en flutti aftur til Íslands árið 2010. Vegna reglna Tryggingastofnunar um búsetuhlutfall fékk hún aðeins einn fimmta af örorkulífeyri. Segir hún það erfitt að leita sér aðstoðar úr kerfinu þrátt fyrir að eftir því að leitað. Jóhanna segir þetta kaldhæðnislegt þar sem hún þurfi aðeins hálft ár eða ár af meðferð til þess að komist aftur út á vinnumarkað. Hún hefur nú náð bata. Rætt var við Jóhönnu í Speglinum á Rás 1 í gær.

Samkvæmt núverandi reglum þarf fólk að búa á Íslandi í 40 ár til þess að fá fullar bætur. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að ákvörðun Tryggingastofnunar um að skerða örorkulífeyri þeirra sem búið hafa í öðru EES-landi eigi ekki stoð í lögum.

Jóhanna flutti með foreldrum sínum til Danmerkur árið 2005 þegar hún var 16 ára. Hún veiktist þegar hún var 18 ára og var óvinnufær vegna geðrænna vandamála. Hún flutti til Íslands árið 2010, hún var mjög veik á þeim tíma og vildi vera nálægt fjölskyldu sinni og fá aðstoð á Íslandi. Hún gat ekki sótt um örorkulífeyri á Íslandi fyrr en hún var búin að búa hér í þrjú ár, fékk hún fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu á meðan. Árið 2013 var hún metin með 75% örorku, á hún þá að eiga rétt á fullum örorkulífeyri. Vegna þess að Jóhanna bjó í Danmörku fékk hún aðeins helming af fullum bótum. Hún fékk jafnframt í tvígang neitun fá Danmörku um bætur þaðan.

Hún greip þá til þess ráðs að sækja um bætur tvö ár aftur í tímann, til ársins 2011, því var synjað en hún kærði það til úrskurðarnefndar þar sem hún vann málið. „Ég vann það mál en það var í rauninni það versta sem gat gerst vegna þess að þá var fyrsti dagur örorkumats fluttur 2 ár aftur í tímann. Við það minnkaði búsetuhlutfallið mitt niður í 21 prósent,“ segir Jóhanna við Spegilinn. Hún segir að fyrir utan þetta hafi verið erfitt að fá aðstoð innan íslenska geðheilbrigðiskerfisins. Aðstoðin sem hún hafi fengið hafi verið lítil og beinlínis röng. „Það er dálítið kaldhæðnislegt að hugsa sér að ég þurfti kannski hálft til eitt ár hérna í meðferð við réttum sjúkdómum til að komast aftur út á vinnumarkað.“

Jóhanna flutti því aftur til Danmerkur og segja má að hún hafi flúið land. „Já, það er alveg hægt að segja það þannig. Það er rétt að ég flutti frá landinu vegna þessarar meðferðar. Ég get ekki hugsað mér að búa á Íslandi,“ segir Jóhanna. Hún hefur nú náð bata og er að ljúka námi í rennismíði í Danmörku. Nýverið fékk hún innheimtubréf frá Tryggingastofnun, er hún beðin um að endurgreiða 180 þúsund krónur vegna tekna sem hún fékk. Hún er ósátt og telur að stofnunin hefði átt að bíða með innheimtuna í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“