fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Háskalegt að vera markaðsmaður ársins

Egill Helgason
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 09:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saga viðskipti á Íslandi virðist sýna að það er eitt sem kaupsýslumenn þurfa að forðast að lenda í – það er að vera kjörinn „markaðsmaður ársins“.

Fjölmörg dæmi eru um að markaðs- eða viðskiptamenn ársins hafi, stuttu eftir að þeir fengu nafnbótina, stefnt lóðbeint í þrot.

Síðasta dæmið er Skúli Mogensen, stofnandi WOW flugfélagsins. Skúli var valinn markaðsmaður ársins af ÍMARK, samtökum markaðsfólks, í desember síðastliðnum eins og sjá má í úrklippunni úr Mogganum hér að ofan.

Fyrir stuttu fór Skúli á stúfana og ætlaði að safna hlutafé til að að koma WOW fyrir vind, eins og er í tísku að kalla það nú. Það var svo tilkynnt með pompi og prakt að þetta hefði tekist – félaginu hefði verið tryggt framhaldslíf.

Eitthvað hefur þetta verið málum blandið fyrst Icelandair hirðir WOW stuttu síðar fyrir smáaura. Í september var talað um að heildarvirði WOW yrði 44 milljarðar króna. Í gær var tilkynnt að kaupverðið væri rétt rúmir 2 milljarðar króna. Það er himinn og haf milli veruleikans og þess sem markaðsmaðurinn sagði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum