fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Icelandair kaupir WOW air – „Mik­il tæki­færi til hagræðing­ar“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 5. nóvember 2018 12:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tilkynningu Icelandair til Kauphallar Íslands er stjórn félagsins búin að gera kaupsamning um kaup á öllu hlutafé WOW air, með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar.

Söluverðið er 2,18 milljarðar miðað við skráð hluta­bréfa­verð Icelanda­ir í Kaup­höll­inni.

Flugfélögin tvö verða áfram rekin undir sömu vörumerkjum.

Hluthafar WOW munu eignast alls  272.341.867 hluti sem gagngjald fyrir hlutafé, eða sem nemur 5,4 prósent hlutafjár í Icelandair Group. Þar af er 3.5 prósent hlutafjár gagngjald fyrir hið selda hlutafé, eða 178.066.520 hlut­ir. Gagngjaldið getur hækkað í 4,8 prósent og lækkað í 0 prósent útfrá ákveðnum forsendum áreiðanleikakönnunar.

Sameiginleg markaðshlutdeild félaganna á markaði yfir Atlantshafið er um 3,8 prósent, en samkvæmt tilkynningu gest tækifæri til sóknar á nýjum markaði og einingarkostnaður Icelandair Group er sagður lækka.

Tækifæri til hagræðingar og nýr kafli

„WOW air hef­ur á und­an­förn­um árum byggt upp sterkt vörumerki og náð mikl­um ár­angri á mörkuðum fé­lags­ins, til og frá Íslandi og yfir Atlants­hafið. Það eru mik­il tæki­færi til hagræðing­ar en fé­lög­in verða áfram rek­in á eig­in for­send­um und­ir eig­in vörumerkj­um og flugrekstr­ar­leyf­um. Íslensk ferðaþjón­usta er grunnstoð í ís­lensku  hag­kerfi og það er mik­il­vægt að flug­sam­göng­ur til og frá land­inu séu í traust­um skorðum,”

segir Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair.

Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW, segist stoltur, en nú taki við nýr kafli:

„Ég er mjög stolt­ur af þeim ár­angri og þeirri upp­bygg­ingu sem við hjá WOW air höf­um náð á und­an­förn­um árum og er jafn­framt  þakk­lát­ur fyr­ir þær frá­bæru viðtök­ur sem við höf­um fengið frá fyrsta degi. Við höf­um byggt upp öfl­ugt teymi sem hef­ur náð eft­ir­tekta­verðum ár­angri og verið brautryðjandi í lággjalda­flugi yfir Norður-Atlants­hafið. Nú tek­ur nýr kafli við þar sem WOW air fær tæki­færi til að vaxa og dafna með öfl­ug­an bak­hjarl eins og Icelanda­ir Group sem mun styrkja stoðir fé­lags­ins enn frek­ar í alþjóðlegri sam­keppni“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón