fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

„Andreas sonur minn er dáinn – Hann kemur ekki aftur“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. nóvember 2018 07:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í maí 2012 lést Andreas Ployart Wetche, 24 ára, af völdum hjartaáfalls. Dauði hans kom öllum á óvart enda ekki annað vitað en hann væri heilbrigður ungur maður. Hann var í heimsókn hjá eldri bróður sínum í Kaupmannahöfn þegar þetta gerðist.

Daginn eftir fór faðir þeirra, Peter Ployart Wetche, í Danmarks Tekniske Universitet þar sem Andreas var við nám og bjó. Hann ákvað að ganga um skólann og segja fólki frá andlátinu þrátt fyrir að það væri gríðarlega erfitt.

„Þetta var svo ægilegt. Ég neyddist til að segja sjálfum mér að ég neyddist til að gera allt það sem þurfti að gera og ekki fela mig eða setjast út í horn og gráta. Það gat ég ekki gert. Ég gekk því hægt og rólega að afgreiðslunni og sagði: „Sonur minn lést í gær, hann kemur ekki aftur og það þarf að afskrá hann.““

Þetta kemur fram í umfjöllun Danska ríkisútvarpsins (DR) um sorg og sorgarviðbrögð. Margir eiga erfitt með að ræða við fólk sem hefur misst ættingja eða vin og er í sorg. Samkvæmt könnun sem var gerð fyrir DR finnst þriðja hverjum Dana erfitt að tala við einhvern, sem þeir þekkja, ef viðkomandi hefur misst ástvin.

„Við verðum vandræðaleg af því að í samfélagi okkar sýnum við hvert öðrum svo oft framhlið okkar. Það að hitta manneskju sem hefur misst og er viðkvæm er í raun að hitta manneskjuna á bak við framhliðina. Það er næstum eins og að standa fyrir framan nakta manneskju og þá verðum við feimin.“

Er haft eftir Sanne Linke Møller sálfræðingi.

Andreas með foreldrum sínum.

Fjölskylda Andreas upplifði einmitt að það var erfitt að tala við syrgjandi fólk. Bestu hjálpina fengu þau frá vinum og vandamönnum sem komu til þeirra og hlustuðu bara.

„Það voru margir sem komu bara og voru hjá mér. Fólkið talaði ekki, það var líklegast bara ég sem talaði og það var gott.“

Er haft eftir Peter Wetche.

Höfum þörf fyrir hefðir í kringum sorgina

Sanne Linke Møller segir að það vanti ákveðnar hefðir og venjur í kringum sorg.

„Það næsta sem við komumst þessu er að það er orðið algengara að maður fari til viðkomandi og segi: „Ég samhryggist.“ En síðan taka engar venjur eða hefðir við.“

Fjölskyldan Andreas hefur haldið fast í Andreas og minningu hans með ákveðnum hefðum. Þau halda upp á afmælisdag hans og hittast þá og borða saman, rifja upp minningar um hann og fara að leiði hans.

„Þarna losum við um sorgina. Við grínumst og fíflumst og hugsum um hversu frábær hann var.“

Segir faðir hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin