fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Óskarinn 2018: Þetta kom sérfræðingunum mest á óvart

Átta atriði sem komu spekingunum í opna skjöldu

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 24. janúar 2018 18:00

Kevin Spacey Christopher Plummer hafði örfáar vikur til að setja sig í hlutverkið sem Kevin Spacey átti að leika. Það gekk vel enda fékk Plummer tilnefningu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskarsverðlaunin verða afhent í byrjun mars í 90. skipti og voru tilnefningar til þessara stærstu verðlauna ársins á sviði kvikmynda opinberaðar í gær. Ýmislegt kom sérfræðingum á óvart og hefur AP-fréttaveitan tekið saman átta atriði um það sem kom nokkuð flatt upp á marga.

1.) Engin Wonder Woman

Margir spáðu Wonder Woman góðu gengi en annað kom á daginn. Myndin var einkar vel sótt í kvikmyndahúsum í fyrrasumar og fékk þar að auki góða dóma. En myndin fékk ekki eina einustu tilnefningu til Óskarsverðlauna.

2.) Denzel Washington

Það kom flatt upp á marga að sjá að Denzel Washington hefði fengið tilnefningu fyrir myndina Roman J. Israel, Esq. Myndinni gekk skelfilega í kvikmyndahúsum, fékk slæma dóma en samt fékk Denzel tilnefningu fyrir besta leik í aðalhlutverki.

3.) Netflix

Velgengni Netflix hefur aukist ár frá ári og hefur fyrirtækið staðið fyrir framleiðslu á vel heppnuðum þáttum og heimildarmyndum undanfarin misseri. Í ár fékk fyrsta leikna kvikmyndin úr smiðju Netflix Óskarsverðlaunatilnefningu en um er að ræða myndina Mudbound. Hún var tilnefnd til fjögurra verðlauna, þar á meðal fékk Mary J. Blige, sem er einna best þekkt fyrir tónlistarsköpun sína, tilnefningu fyrir best leik í aukahlutverki.

4.) Besti leikstjórinn

Það kom ýmsum á óvart að Paul Thomas Anderson hefði fengið tilnefningu sem besti leikstjórinn fyrir myndina Phantom Thread. Myndin er ekki beint eitthvert léttmeti en þykir þó afar vönduð og vel heppnuð. Paul Thomas á eflaust skilið að fá tilnefningu en ýmsir hafa klórað sér í kollinum yfir því að Steven Spielberg, fyrir myndina The Post, og Martin McDonagh, fyrir myndina Three Billboards Outside Ebbing, Missouri, hafi verið sniðgengnir.

5.) Bölvun aflétt

Loksins kom að því að Steve James fengi tilnefningu fyrir bestu heimildarmyndina. James leikstýrði myndinni Hoop Dreams, sem er að margra mati ein besta heimildarmynd sögunnar, en hún hlaut ekki tilnefningu sem besta heimildarmyndin á sínum tíma. Þá var James aftur sniðgenginn fyrir myndina Life Itself. En í ár fékk hann loksins tilnefningu, nú fyrir myndina Abacus: Small Enough to Jail.

6.) Áhættan borgaði sig

Eftir að umræðan um kynferðislega áreitni leikarans Kevins Spacey kom upp á yfirborðið voru góð ráð dýr fyrir leikstjórann Ridley Scott. Spacey átti að leika aðalhlutverkið í myndinni All the Money in the World, en sex vikum fyrir frumsýningu kom skuggaleg fortíð Spacey upp á yfirborðið. Scott brá á það ráð að skipta Spacey út fyrir Christopher Plummer og er óhætt að segja að það hafi borgað sig; Plummer fékk tilnefningu fyrir besta leik í aukahlutverki.

7.) Enginn frá Rómönsku-Ameríku?

Óskarsverðlaununum hefur verið legið á hálsi fyrir að vera hátíð hvítra leikara. Það hefur eitthvað breyst á undanförnum árum, eða hvað? Athygli vekur að frá árinu 2012 hefur enginn leikari sem á rætur að rekja til spænskumælandi landa (e. Latino) fengið tilnefningu. Raunar hafa aðeins þrír leikarar fengið tilnefningu á síðustu 20 árum; Penelope Cruz, Javier Bardem og Benicio Del Toro. Margir bjuggust við að Salma Hayek fengi tilnefningu fyrir myndina Beatriz at Dinner en annað kom á daginn.

8.) Stubbur stjóri fékk tilnefningu

The Boss Baby, eða Stubbur stjóri, er tilnefnd til verðlauna sem besta teiknimyndin. Eflaust fannst ungu kynslóðinni myndin skemmtileg en það breytir þó ekki þeirri staðreynd að gagnrýnendur voru ekki beint hrifnir af henni. Til að mynda er myndin með einkunnina 53% á Rotten Tomatoes og 50 af 100 á Metacritic.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun