fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Eyjan

Baldur varaborgarfulltrúi birtir launaseðil sinn og krefst meira gagnsæis: „Laun opinberra starfsmanna eiga að vera upp á borðum“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 1. nóvember 2018 10:54

Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins, birtir launaseðilinn sinn frá Reykjavíkurborg á Facebooksíðu sinni. Hann vill að laun allra starfsmanna borgarinnar verði gerð opinber  kallar eftir meira gagnsæi:

„Laun opinberra starfsmanna eiga að vera upp á borðum. Hér er minn launaseðill frá Reykjavíkurborg, 1.nóv 2018. Það er mín skoðun að laun ALLRA sem starfa hjá borginni eigi að vera aðgengileg, alltaf. Það er gagnsæi. Hvers vegna í ósköpunum er það ekki svo? Hvernig má það vera að launagreiðendur okkar, hinn almenni borgari getur ekki gengið að svo sjálfsögðum upplýsingum vísum, alltaf? Hver og hver og vill og verður? ?“

Aðgengilegar upplýsingar

Laun borgarstjóra, borgarfulltrúa og varaborgarfulltrúa eru opinberar upplýsingar sem eru aðgengilegar fjölmiðlum og almenningi.

Sjá nánar: Laun borgarfulltrúa hækkað um rúm 22 prósent

Sjá nánarBorgarritari og sviðsstjórar Reykjavíkurborgar launahæstir með 1.5 milljónir á mánuði

 

Á vef Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar má einnig nálgast launatöflur þeirra sem starfa hjá borginni, eftir atvinnugrein og starfsstétt. Þar er reiknað eftir meðaltali, en Baldur virðist vilja ganga enn lengra í gagnsæi launa borgarstarfsmanna, án þess að það sé skýrt nánar.

Yfir hálf milljón á mánuði

Baldur, sem einnig starfar sem einkaþjálfari í World Class, er með rúmar 786 þúsund krónur á mánuði hjá borginni og fær alls 530 þúsund krónur útborgaðar.

Föst nefndarlaun eru 726 þúsund krónur og starfskostnaður er um 52 þúsund á mánuði.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði skrifar: Ríkismiðlarnir snúa saman bökum

Svarthöfði skrifar: Ríkismiðlarnir snúa saman bökum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Baldur Þórhallsson – Málskotsrétturinn var virkur þegar Vigdís íhugaði að skrifa ekki undir EES

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Baldur Þórhallsson – Málskotsrétturinn var virkur þegar Vigdís íhugaði að skrifa ekki undir EES
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Umsækjandi um varaseðlabankastjórastöðu fékk tugmilljóna félag frá lögmanni sem rukkar bankann um hundruð milljóna

Umsækjandi um varaseðlabankastjórastöðu fékk tugmilljóna félag frá lögmanni sem rukkar bankann um hundruð milljóna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Mögnum tækifærin á hverjum stað og stækkum tækifæri okkar allra

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Mögnum tækifærin á hverjum stað og stækkum tækifæri okkar allra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – Þingið afber varla þessa ríkisstjórn

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – Þingið afber varla þessa ríkisstjórn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hlýða Víði í kjörklefanum? – „Maður bara trúir því ekki að nú eigi að misnota Covid og hetjur þess til að auka fylgið“

Hlýða Víði í kjörklefanum? – „Maður bara trúir því ekki að nú eigi að misnota Covid og hetjur þess til að auka fylgið“