fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Sigurður Svavarsson: Handboltatröllið harðskeytta og bókaútgefandinn ljúfi

Egill Helgason
Mánudaginn 29. október 2018 16:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sigurður Svavarsson var markahæstur ÍRinga, skoraði átta mörk. Hér reynir Sigurður að brjótast í gegn.“

Þetta er úr íþróttafrétt sem birtist í Morgunblaðinu 20. janúar 1980. Sigurður lék um árabil handbolta með ÍR, hann var stór og sterkur og feikilega skotfastur, alvöru handboltamaður. Ég man fyrst eftir honum í handboltanum – ég las allar íþróttafréttir upp til agna þegar ég var strákur.

Ég held að hafi ekki verið auðvalt að mæta þessum risa á velli. Það eru alvöru átök í þessari mynd. Sigurður gnæfði upp úr í öllum félagsskap. Hann var harður á íþróttavellinum – öðlingur og ljúfmenni utan hans.

Sigurður tók þátt í því vonlitla verkefni að reyna að koma mér í gegnum skóla þegar ég var ungmenni. Ég var honum alla tíð þakklátur síðan. Ég fann þá hvað hann var mikilll drengskaparmaður.

Þá var Sigurður ungur kennari í Menntaskólanum í Hamrahlíð, afar vinsæll meðal nemenda. Hann sneri sér svo að bókaútgáfu sem varð hans ævistarf og ástríða.

Ég var í sambandi við Sigurð í síðustu viku, bæði í síma og tölvupósti, ég talaði við hann morguninn sem hann dó. Nokkrum tímum síðar frétti ég andlát hans og var mjög sleginn.

Við ræddum bók sem hann var að gefa út og var mjög stoltur af. Það mátti hann vera, þetta er ný og stórmerk ljóðabók eftir frænda Sigurðar, Hannes Pétursson, eitt höfuðskáld Íslands.

Blessuð sé minning Sigga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum