Góður morgunmatur er gulls ígildi en þessar múffur henta þeim sem eru á lágkolvetna mataræði og eru líka ansi hreint bragðgóðar. Frábær byrjun á deginum.
Hráefni:
1 tsk. ólífuolía
1 meðalstór laukur, smátt saxaður
1 græn paprika, smátt söxuð
3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
450 g pylsur, skornar í litla bita
1 msk. chili flögur
1 tsk. oreganó
½ tsk. pipar
sjávarsalt eftir smekk
6 stór egg
1½ bolli möndlumjöl
1 tsk. matarsódi
½ bolli vorlaukur, saxaðir
1½ bolli rifinn ostur
Aðferð:
Hitið ofninn í 190°C og takið til múffuform, sirka 12 stykki. Hitið olíu í stórri pönnu yfir meðalhita. Steikið lauk, papriku og hvítlauk á pönnunni í 3 til 4 mínútur. Bætið pylsunum saman við og eldið í 2 til 3 mínútur í viðbót. Bætið chili flögum, oreganó, pipar og salti saman við. Takið af hitanum og hellið í skál. Blandið eggjum, möndlumjöli, matarsóda, vorlauk og osti vel saman við. Deilið á milli múffuforma og bakið í 15 mínútur. Leyfið þeim að kólna áður en þið borðið þær. Einnig er hægt að sleppa múffuformunum og hella vænum slettum á smjörpappírsklædda ofnplötu með smá millibili.