fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Íslenskt lambakjöt á leið til Kína – Lax, mjöl og lýsi næst á dagskrá

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 15. október 2018 18:30

Kristján Þór og Han Changfu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag átti Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fund í Reykjavík með Han Changfu landbúnaðarráðherra Kína. Í kjölfar fundarins undirrituðu ráðherrarnir samstarfsyfirlýsingu um samstarf landanna á sviði landbúnaðar- og matvælamála.

Nýlega undirritaði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, samning við kínversk stjórnvöld sem gera íslenskum bændum kleift að hefja útflutning á lambakjöti til Kína. Á næstunni standa vonir til þess að sambærilegir samningar verði undirritaðir fyrir lax, mjöl og lýsi.

Kínverski landbúnaðarráðherrann kom með sendinefnd sinni hingað til lands á laugardaginn. Þann dag heimsótti hann landbúnaðarsýninguna í Laugardalshöll. Á sunnudaginn fór kínverski ráðherrann í kynnis- og útsýnisferð um Suðurland og kynnti sér m.a. starfsemi kúabúa, garðyrkjustöðva og ferðaþjónustu.  Auk fundar með íslenska starfsbróður sínum í dag hefur kínverski ráðherrann heimsótti Stofnfisk og Bláa lónið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að