fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Eyjan

Vilja lengja tímaramma þungunarrofs úr 16 í 22 vikur

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 15. október 2018 09:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í drögum heilbrigðisráðherra til nýs frumvarps um þungunarrof er lagt til að tímaramminn sem framkvæma má þungunarrof verði lengdur úr 16 vikum í 18, gegn vissum skilyrðum, til dæmis að eftir 18 vikur megi aðeins framkvæma þungunarrof ef lífi móður er stefn í hættu, eða ef fóstrið teljist ekki „lífvænlegt“ til frambúðar.

Sjá nánarLeggur til að ákvörðunarréttur kvenna til þungunarrofs færist fram til 18. viku meðgöngu

Hinsvegar lagði starfshópur fagfólks til, sem drögin voru unnin upp úr, að tímaramminn yrði lengdur í 22 vikur. Fréttablaðið greinir frá því í dag að af þeim 30 umsögnum sem komnar eru um frumvarpið, snúi flestar að því, að með nýjum lögum sé réttur kvenna skertur frá því sem nú er.

Ljósmæðrafélag Íslands og Félag íslenskra fæðingar- og kvensjúkdómalækna, ásamt öðrum læknum, setja út á drögin, þar sem alvarlegir fæðingargallar greinist ekki fyrr en eftir 20 vikur í sónar. Því sé ákvörðunarréttur móður skertur, þar sem krafa sé gerð um að fóstrið sé ólífvænlegt. Hinsvegar sjáist sjaldnast hvort fóstur sé lífvænlegt þó merki um alvarlega fötlun sjáist. Þá séu einstaklingar og fjölskyldur misvel í stakk búnar til að eignast barn með slíka fötlun og frumvarpsdrögin komi í veg fyrir að það fólk geti tekið ákvörðun um slíkt. Mælast þessir aðilar því til að tímaramminn verði lengdur í 22. vikur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?