fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Vigdís Hauksdóttir mætti með stráin frægu í kastljós í kvöld

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Miðvikudaginn 10. október 2018 20:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Kastljósþætti kvöldsins var fjallað um svokallað braggamál og voru gestir kvöldsins Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður borgarráðs. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, gat ekki mætt í þáttinn þar sem hann var með flensu.

Farið var víðann völl og meðal annars ræddi Vigdís um að starfsmenn borgarinnar hafi eytt fjármunum án þess að borgarráð hafi verið búið að samþykkja það, ásamt því að tala um þann furðulega langa tíma sem borgarlögmaður hefur verið með málið inná sínu borði. DV hefur fjallað ítarlega um þessi mál að undanförnu en það mál sem setti samskiptamiðla á hliðina kom uppí gær þegar DV birti frétt um að eytt hafi verið 757 þúsund krónum að flytja inn höfundaréttavarin strá frá Danmörku.

Vigdís Hauksdóttir fór í heimsókn í dag í braggann til að skoða aðstæður og í leiðinni sótti hún sér nokkur strá. Vigdís sagði:

„Ég ætlaði bara að gleðja ykkur hérna á RÚV og sýna ykkur hvað í raun þetta er ómerkilegt. Það botnar enginn í þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“