fbpx
Fréttir

Braggapeningunum eytt án samþykkis borgarráðs

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Miðvikudaginn 10. október 2018 19:52

Bragginn í Nauthólsvík og mynd innan um gluggann á náðhúsinu. Samsett mynd.

Í gögnum sem borgarstjórn sendi frá sér vegna svokallaðas braggamáls er ýmislegt að finna, eins og til dæmis að 757 þúsund krónum var eytt í strá fyrir utan braggann og að einn af verktökum í málinu hafi fengið um 106 milljónir greiddar fyrir vinnu sína án útboðs.

Svo virðist sem að þetta hafi ekki verið einu mistökin sem áttu sér stað vegna þessa verkefnis, því séu dagsetningar á greiddum reikningum skoðaðar kemur í ljós að verkefnastjórar verkefnisins þau Ólafur I Halldórsson, verkefnastjóri á skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar, og Margrét Leifsdóttir, fyrrverandi starfsmaður Reykjavíkurborgar og núverandi starfsmaður Arkibúllunar hafi eytt fjármunum frá Reykjavíkurborg án samþykis borgarráðs en þann 16. ágúst samþykkti borgarráð að veita auka fjárveitingu í verkefnið. Um er að ræða 403 milljónir króna sem var búið að greiða áður en borgarráð samþykktu aukafjárveitingu fyrir verkefnið. Eini reikningurinn sem var greiddur eftir samþykkt borgarráðs hljóðaði uppá 379 krónur, samkvæmt gögnum málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

80 prósent íslenskra fyrirtækja hafa orðið fyrir árásum tölvuþrjóta

80 prósent íslenskra fyrirtækja hafa orðið fyrir árásum tölvuþrjóta
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Flensan er komin til landsins

Flensan er komin til landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórarinn ætlar að gera hvað sem er til að koma í veg fyrir að IKEA-geitin verið brennd niður aftur: „Þetta er eins og í Tomma og Jenna“

Þórarinn ætlar að gera hvað sem er til að koma í veg fyrir að IKEA-geitin verið brennd niður aftur: „Þetta er eins og í Tomma og Jenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Efni keypt af verktökum með 10% álagi – „Það var samið um það“

Efni keypt af verktökum með 10% álagi – „Það var samið um það“