fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Dularfyllsta flugfélag heims auglýsir eftir flugliðum – Hefur þú áhuga?

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. janúar 2018 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki svo langt síðan að Area 51 í Nevada eyðimörkinni var ekki til, það er að segja opinberlega en flestir vissu samt sem áður um tilvist þess. Area 51 hefur í gegnum tíðina verið miðpunktur samsæriskenningasmiða og áhugafólks um tímaferðalög, geimverur og fljúgandi furðuhluti enda hvílir mikil leynd yfir því sem fer fram á svæðinu og fátt kyndir betur undir samsæriskenningum en leynd.

Þrátt fyrir að bandaríska leyniþjónustan CIA hafi loksins gengist við því að Area 51 sé til þá hefur ekki dregið úr leyndinni sem umlykur starfsemina á svæðinu. En nú er kannski tækifæri fyrir áhugasama, sem vilja fræðast meira um svæðið, að komast nær því og hugsanlega öðlast vitneskju um hvað fer þar fram.

Flugfélagið Janet Airlines, sem er eitt dularfyllsta flugfélag heims, er nú að leita að flugliða til starfa. Auglýsing þar um birtist nýlega á heimasíðunni AECOM sem er fyrirtækið sem stendur að baki Janet Airlines. AECOM er með verktakasamning við bandarísk stjórnvöld og sér um allt flug, að minnsta kosti allt flug sem er vitað um opinberlega, til og frá Area 51. AECOM er með nokkrar Boeing 737-600 í rekstri en aðalbækistöð flugfélagsins er á McCarran alþjóðaflugvellinum í Las Vegas. Flugfélagið sér um daglegt flug til Area 51.

Reikna má með að sá eða sú sem hreppir hnossið verði að gangast undir strangar reglur um þagnareið varðandi það sem fram fer og að sæta ítarlegri bakgrunnsskoðun yfirvalda. Samkvæmt starfslýsingu þar viðkomandi að vera skynsamur, rólegur og geta brugðist við óvæntum atburðum og aðstæðum eins og slæmu veðri, ókyrrð í lofti, seinkunum, vélarbilunum, flugránum og sprengjuhótunum.

USA Today segir að lítið sé vitað opinberlega um Janet Airlines því yfirvöld hafi aldrei viljað viðurkenna að flugfélagið sé til en Janet stendur að sögn fyrir Just Another Non-Existent Terminal. Hér er hægt að lesa nánar um þetta dularfulla flugfélag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir eftir Anítu Rós – „Hún á afmæli á morgun og þætti okkur gott að vita af henni í öruggum höndum“

Lýsir eftir Anítu Rós – „Hún á afmæli á morgun og þætti okkur gott að vita af henni í öruggum höndum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“