fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Vilja koma forystu Eflingar frá: „Okkur misbýður meðferðin á verkafólki“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 25. janúar 2018 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, leikskólastarfsmaður, er talsmaður hóps sem býður sig fram gegn sitjandi forystu í verkalýðsfélaginu Eflingu. Hópurinn telur að verkalýðsforystan á Íslandi hafi brugðist í stéttabaráttunni á Íslandi og tími sé kominn fyrir breytingar.

„Þetta er fólk sem kemur úr grasrót félagsins en hefur ekki verið starfandi í stjórninni. Við komum úr ýmsum störfum og höfum ólíkan bakgrunn.“ Hún segir að hópurinn hafi verið að þéttast á undanförnum vikum og að hann hittist reglulega til að ræða mál stéttarfélagsins. „Okkur misbýður meðferðin á verkafólki og okkur misbýður að okkur séu boðin laun sem duga okkur ekki til að lifa af. Við getum ekki látið arðræna okkur lengur og því segjum við að nú sé nóg komið. Við viljum vera meira en ódýrt vinnuafl fyrir auðvaldið.“

Verkalýðsforystan brugðist

Sólveig segir að verkalýðsforystan, bæði hjá Eflingu og Alþýðusambandi Íslands, hafi brugðist verkafólki. Sigurður Bessason hefur verið formaður Eflingar síðan árið 2000 og jafnframt sinn starfi varaformanns Alþýðusambandsins en hann verður ekki í framboði að þessu sinni. Framboðsfresti lauk 22. janúar og kosið er um formann félagsins og átta stjórnarmenn.

Hópurinn hefur lagt áherslu á að fá erlenda félagsmenn á listann en þeir eru engir í stjórn eins og er. „Við viljum að stjórnin endurspegli þann hóp sem hún á að starfa fyrir og staðreyndin er sú að nú er gríðarlegur fjöldi af erlendu starfsfólki í Eflingu. Það fólk upplifir ekki að verið sé að beita sér fyrir þeirra hagsmunum.“

Sólveig hefur starfað sem ófaglærður starfsmaður hjá leikskóla í Reykjavík síðan árið 2008. „Þar er ég búin að taka á mig allar þær hagræðingar og niðurskurðarvitleysu sem borgaryfirvöldum hefur dottið í hug án þess að neitt heyrist frá forsvarsmönnum verkalýðsfélagsins. Ég þarf að vera í tveimur vinnum til þess eins að geta haft efni á þaki yfir höfuðið.“

Líta til Ragnars Þórs

Í hópnum er fólk sem lýtur upp til Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, sem vann óvænt kosningar þar í mars árið 2017. „Hópurinn er ekki beintengdur Ragnari en eftir að hann var kjörinn sáum við að þetta væri hægt. Hann ætlar að koma á framboðsfundinn okkar, blása okkur í brjóst og segja frá sinni reynslu.“

Hópurinn stendur að framboðsfundi í Tin Can Factory klukkan 20:00 í kvöld, fimmtudaginn 25. janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Telja að ungur maður hafi nauðgað á þriðja tug kálfa til dauða – „Þetta hljómar eins og brandari en þetta er dauðans alvara“

Telja að ungur maður hafi nauðgað á þriðja tug kálfa til dauða – „Þetta hljómar eins og brandari en þetta er dauðans alvara“
Fréttir
Í gær

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár
Fréttir
Í gær

Alexios og Rafail fengu þunga dóma fyrir kókaíninnflutning til Íslands

Alexios og Rafail fengu þunga dóma fyrir kókaíninnflutning til Íslands
Fréttir
Í gær

Afhjúpa áróður á TikTok – „Svo aumt af SFS að geta ekki komið fram undir eigin nafni“

Afhjúpa áróður á TikTok – „Svo aumt af SFS að geta ekki komið fram undir eigin nafni“
Fréttir
Í gær

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Í gær

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gaseldavélar geti aukið hættu á krabbameini tvöfalt meira hjá börnum en fullorðnum

Gaseldavélar geti aukið hættu á krabbameini tvöfalt meira hjá börnum en fullorðnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Leigubílstjóri skildi tvær konur eftir úti í hrauni í kolniðamyrkri – „Það er ekki hlaupið að því fyrir ferðamenn að leita réttar síns eftir svona“

Leigubílstjóri skildi tvær konur eftir úti í hrauni í kolniðamyrkri – „Það er ekki hlaupið að því fyrir ferðamenn að leita réttar síns eftir svona“