fbpx
Laugardagur 04.maí 2024

10 hlutir sem of kurteist fólk gerir

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 19. september 2018 09:00

Woman with question mark on blackboard

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kurteisi og almenn tillitssemi er mikill mannkostur en stundum getur hún farið yfir strikið og bitnað á manni sjálfum. Það er til dæmis ekki góður siður að venja sig á að afsaka sig hvað eftir annað – líkt og maður valdi öðrum ama með því einu að vera til.

Metro greindi frá breskri rannsókn þar sem fram kemur að Bretar biðjist afsökunar um að bil átta sinnum á dag – og útbjóu því lista sem Bleikt hefur birt áður. Listinn sýnir merki um að þú sért ef til vill aðeins of kurteis.

Á eitthvað af þessu við um þig?

Þú biðst afsökunar þegar einhver stígur á tærnar á þér

Það er út í hött að biðjast afsökunar á því að vera með fætur og verra þegar þú biðst afsökunar á því að einhver annar skuli stíga á þá.

Þú segir takk þegar þú gengur út úr lyftu

Lyftan þarf engar þakkir og hitt fólkið í lyftunni lyfti ekki fingri til að koma þér á rétta hæð.

Þú hefur eytt samanlagt heilum degi úr lífi þínu í að halda hurðum opnum fyrir aðra

Það getur verið mjög fallegt að halda hurðinni opinni fyrir næsta mann, en ef viðkomandi er ekki beint fyrir aftan þig skaltu bara halda ferð þinni áfram. Annars verður þetta vandræðalegt augnablik.

Þú heldur lyftunni opinni fyrir fólk sem er ekki að fara að taka lyftuna

Hér gildir sama reglan og um hurðirnar, þú veist ekkert hvert næsti maður er að fara, sérstaklega ef hann er nokkra metra í burtu frá þér.

Þú ert reglulega dregin/n út í eitthvað sem þig langar ekki að gera

Það væri svo dónalegt að segja nei…

Þér tekst að koma mörgum þökkum og afsökunarbeiðnum í sömu setninguna

Afsakið, en helst ekki, þakka þér fyrir.

Þú átt í vandræðum með tengslamyndun

Aðallega vegna þess að það er svo dónalegt að troða sér inn í samræður annarra.

Þú myndir segja að þú hefðir það fínt þó þú stæðir í ljósum logum

Það er engin ástæða til að opna sig um öll sín vandamál. Hver hefur ekki brunnið til kaldra kola einu sinni eða tvisvar yfir ævina.

Þú flækist inn í samræður við fólk sem þig langar virkilega ekki að tala við

Þessi kurteislega heilsa þín endaði á klukkutíma spjalli og þú fannst enga kurteislega undankomuleið.

Þú stendur alltaf upp fyrir öðrum í strætó

Hvort sem það sé ólétt kona, eldri maður, lítið barn, eða bara einhver sem virtist þurfa meira á sæti að halda – sem er auðvitað það eina rétta í stöðunni. Þú mátt samt alveg vera pínu fúl/l yfir því.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Virðist ætla að selja fjölmarga í sumar – ,,Svo það gerist þá þurfa leikmenn að fara annað“

Virðist ætla að selja fjölmarga í sumar – ,,Svo það gerist þá þurfa leikmenn að fara annað“
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Lítt þekkt ættartengsl: Gullslegni athafnamaðurinn á b5 og einn af Klúbbsmönnunum úr Guðmundar- og Geirfinnsmálinu

Lítt þekkt ættartengsl: Gullslegni athafnamaðurinn á b5 og einn af Klúbbsmönnunum úr Guðmundar- og Geirfinnsmálinu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.