fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Bóndinn Margeir rændur daglega og leiðsögumaðurinn faldi sig inni í bíl

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 18. september 2018 11:30

Hestagerðið, fóðursjálfsalinn, Margeir Ingólfsson bóndi og Þórarinn Leifsson leiðögumaður. Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ökuleiðsögumaður keyrði með ferðamenn að hestagerði á milli Gullfoss og Geysis og lét þá gefa hestunum brauð þrátt fyrir að fjölskyldan á bænum væri búin að koma fyrir þar til gerðum öskjum með fóðri fyrir hestana. Þórarinn Leifsson leiðsögumaður segir í samtali við DV að þetta sé leiðinlegt þar sem slík hegðun geti gert það að verkum að það verði hætt að reka hestagerðið.

Bóndinn rændur daglega

Margeir Ingólfsson, bóndi á Brú í Biskupstungum, hefur rekið hestagerðið í eitt og hálft ár. Það var gert til þess að bregðast við því vandamáli sem Margeir kallar „hestastopp í óþökk hesteigenda“ með því að setja upp hestagerði og bílaplan þar sem fararstjórar og ferðamenn geta stöðvað með öruggum hætti.

Hann segir í hópnum Bakland ferðaþjónustunnar að hann hafi kynnst mörgum skemmtilegum bílstjórnum, leiðsögumönnum og ferðamönnum síðan þá, en það séu vissulega neikvæðir þættir við að bjóða upp á „hestanammi“.

Við hestagerðið er sjálfsali með öskjum af fóðri og eru ferðamenn beðnir um að borga 200 krónur fyrir, verðið er haft lágt til að það taki því ekki að stela og koma í veg fyrir að hestarnir fái eitthvað annað en fóður að éta.

Sjá einnig: „Sjóður ræningjanna er orðinn nokkuð stór eftir árið“

Margeir sagði í maí síðastliðnum að hann sé rændur daglega. „Ég verð að viðurkenna að það venst illa að vera rændur daglega, ekki stórar upphæðir daglega, en sjóður ræningjanna er orðinn nokkuð stór eftir árið,” sagði Margeir Það hafi hins vegar dregið verulega úr afföllum þá daga í sumar sem fjölskyldan var með pylsuvagn við hestagerðið.

Faldi sig inni í bíl

Þórarinn, sem fer reglulega með ferðamenn að hestagerðinu, segir í færslu í hópnum að hann hafi orðið vitni af því í fyrradag að ökuleiðsögumaður hafi gefið ferðamönnunum brauð og „falið sig“ inni í bíl.

Á sama tíma kenndi Þórarinn sínum hópi að kaupa nammið sem hafi vakið mikla lukku. „Og nú spyr ég, kæri kollegi. Finnst þér í alvöru svona mikið mál að láta túristana þína kaupa hestanammi fyrir 200 krónur, 2 evrur eða 2 dollara? Ef svarið er já: Hefur þú íhugað að starfa við annað en ökuleiðsögn?,” spurði Þórarinn.

Hann segir í samtali við DV að hann hafi viljað minna aðra leiðsögumenn á að kaupa fóðrið. „Ef allir hinir fara að gefa þeim brauð þá er hætta á að þau hætti að reka þetta, það yrði vandamál fyrir mig því þá lendi ég í því að klessa aftan á einhvern japanskan túrista í janúar því hann stoppaði til að fara út að taka mynd af hesti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði