fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Margeir er rændur á hverjum degi: „Sjóður ræningjanna er orðinn nokkuð stór eftir árið“

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 6. maí 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég verð að viðurkenna að það venst illa að vera rændur daglega, ekki stórar upphæðir daglega, en sjóður ræningjanna er orðin nokkuð stór eftir árið,“ segir Margeir Ingólfsson, bóndi á Brú í Biskupstungum.

Fyrir rúmu ári ákvað fjölskyldan á Brú að bregðast við því vandamáli sem Margeir kallar „hestastopp í óþökk hesteigenda“ með því að setja upp hestagerði og bílaplan þar sem fararstjórar og ferðamenn geta stöðvað með öruggum hætti. Ferðamenn eru margir hverjir áhugasamir um íslenska hestinn og stöðva gjarnan bifreiðar sínar til að virða þessar fallegu skepnur fyrir sér og klappa.

Aðeins tvö skilyrði

„Við létum útbúa á okkar kostnað gott bílaplan þar sem öllum var velkomið að stoppa, höfðum nokkur fullorðin hross í girðingu við planið sem fólk má klappa og taka myndir af. Það kostar ekkert að stoppa hjá okkur en ég setti einungis tvö skilyrði ef fólk stoppaði, þ.e. að önnur hross á landareigninni hjá okkur fengju frið fyrir ágangi og síðan að hestunum í „hestastoppinu“ væri ekki gefið neitt að éta annað en það sem við væru með til sölu í litlum sjálfsölubás sem við settum upp,“ segir Margeir í pistli sem hann birti í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar.

„Hvernig hefur nú tekist til? Jú þetta hefur mælst mjög vel fyrir og höfum við hitt marga mjög þakkláta fararstjóra og ferðamenn. Við heyrum reglulega að það að fá að hitta og snerta hestana hafi verið hápunktur ferðarinnar um Gullna Hringinn. Við höfum kynnst mörgum indælis fararstjórum og bílstjórum. Lögregluþjónn kom og þakkaði mér sérstaklega fyrir okkar framlag til aukins umferðaröryggis á Gullna Hringnum en segja má að svo til öll ferðaþjónustufyrirtæki sem um svæðið fara og taka „hestastopp“ nýti sér planið. Mikið af bílaleigubílum stoppar hjá okkur en þeir eru eftir sem áður stopp í vegköntum um allar trissur með tilheyrandi hættum.“

Hestarnir þurfa að fá eitthvað

Margeir segir að þetta hafi verið mun meiri vinna en fjölskyldan átti von á. Hún er bundin yfir þessu alla daga ársins, en, eins og Margeir segir þá sé þetta eins og annað sem maður tekur sér fyrir hendur; þessu þarf að sinna ef vel á að vera.

„Til þess að tryggja að hestarnir komi að girðingunni og heilsi upp á gesti þá þurfa þeir að fá eitthvað „fyrir sinn snúð“. Þess vegna settum við upp sjálfsölukassann með hestakögglum og ákváðum að láta á það reyna hvort fólki væri treystandi til þess að borga fyrir þá í sjálfsölu. Við höfðum kögglana ódýra en við vildum að sjálfsögðu hafa upp í kostnað og helst eitthvað meira en það. Hver er síðan reynslan af þessu? Á þessu ári sem liðið er höfum við reglulega kannað hversu miklu er stolið hjá okkur en það er að jafnaði 30% – 50% á hverjum degi,“ segir Margeir sem kveðst vera orðinn langþreyttur á ástandinu.

Venst illa að vera rændur daglega

„Ég verð að viðurkenna að það venst illa að vera rændur daglega, ekki stórar upphæðir daglega, en sjóður ræningjanna er orðinn nokkuð stór eftir árið. Ég er reglulega spurður „hvort ég viti hverjir steli mestu. Fyrir þau ykkar sem sáuð myndina „Hross í oss“ muna eftir kíkinum sem var alltaf við hendina á sveitabænum í myndinni. Svona kíkir er til á öllum „betri“ heimilum til sveita og höfum við notað hann til þess að fylgjast með sjálfsalanum okkar og þar með hverjir borgi og hverjir ekki. Það verður að segjast eins og er að það eru nokkrir fararstjórar/bílstjórar sem er nokkuð stórtækir í þessu og finnst auðsjáanlega sjálfsagt að stela eða eins og einn sagði sem talað var við „þetta fer hvort sem er í hestana ykkar“.

Margeir segir að í apríl hafi verið minna um ferðamenn en þá muni meira um þessa „stórtæku“. Hafa afföllin farið yfir 60% og segir Margeir að nú sé eiginlega nóg komið.

„Nú er svo komið að segja með að við stöndum á ákveðnum tímamótum, þ.e. ekki getur þetta gengið svona áfram (ég held ég geti ekki vanist því að vera rændur). Eigum við að hætta þessu og loka planinu (og fara með hrossin) eða eigum við að stefna á að „þróa“ þetta áfram. Ef við hættum ekki þá verðum við að bæta aðstöðuna, auka þjónustuna og vera með eitthvað meira á planinu, meiri fræðslu um hrossin?, sölu á vörum og/eða þjónustu eða,“ spyr Margeir sem leitar til Baklandsins um ráð.

Langflestir segjast þakklátir þessari þjónustu sem Margeir býður upp á; segir hana þarfa og hvetja hann til að finna leið til að halda áfram að veita hana. Einn stingur upp á því að tilkynna þá sem stela og annar stingur upp á því að tilkynna þeim að þeir séu ekki velkomnir á svæðið. Svo er einn sem segir einfaldlega:

„Margeir. Síðasti bjáninn er ekki enn fæddur, svo ég gef þér aftur eina hugmynd… setja upp myndavél og lítið skilti sem á stendur: Brostu, þú ert í beinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að hestamannafélag hafi fengið svæði sem ætlað hafi verið íbúum í hjólhýsum og húsbílum

Segir að hestamannafélag hafi fengið svæði sem ætlað hafi verið íbúum í hjólhýsum og húsbílum
Fréttir
Í gær

Útgáfufélag Viljans úrskurðað gjaldþrota – Samnefndur fjölmiðill mun þó halda sínu striki

Útgáfufélag Viljans úrskurðað gjaldþrota – Samnefndur fjölmiðill mun þó halda sínu striki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum