fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Eyjan

Guðmundur: „Þeir sem fljúga hæst falla hraðast”

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 17. september 2018 09:10

Guðmundur Steingrímsson. Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi þingmaður, segir að lærdómurinn af vandræðum flugfélaganna, þá sérstaklega WOW Air, sé að þeir sem fljúgi hæst falli hraðast. Í grein sem hann skrifar í Fréttablaðið í dag setur hann spurningamerki við hvers vegna flugfélögin eigi ekki haug af seðlum þegar hér hafi orðið sprenging í fjölda ferðamanna og eldsneytisverð í sögulegri lægð.

Veltir hann fyrir sér hvað sé að vera góður í viðskiptum. Hugsar hann að þeir sem hafi stýrt íslensku flugfélögunum séu miklir mógúlar í viðskiptalífinu og líklegast ágætismenn, snjallir, hugmyndaríkir og áræðnir. „En vangavelturnar sem æpa á mig eru samt sem áður þessar: Það hefur beinlínis orðið fordæmalaus sprenging í túrisma á Íslandi á undanförnum árum. Fjöldi ferðafólks hingað til lands hefur aukist stjarnfræðilega. Flugfélögin hafa flutt hingað fólkið frá öllum heimshornum. Eldsneytisverð hefur verið í sögulegum lægðum. Hafa ekki ríkt kjörskilyrði til þess að reka flugfélag? Af hverju eiga félögin, eftir svona langan og góðan uppgangstíma, ekki haug af seðlum?”

Guðmundur tekur fram að hann hafi ekki hugmynd um hvernig eigi að reka flugfélag, það kunni að vera að flugfélög séu nauðbeygð til að verðleggja sig í þrot. Eftir hrun hafi allir í viðskiptum verið litnir hornauga en síðan hafi ferðaþjónustan komið til sögunnar og vakið spurninguna um hvort nýtt heilbrigt viðskiptaumhverfi væri að verða til. „Stinga þá ekki þessir viðskiptamenn ársins aftur upp kollinum. Hressir. Öruggir. Búnir að hugsa þetta. Staðan er borðleggjandi. Þetta getur ekki klikkað. Þeirra tími er kominn. Í framtíðinni verður flug ókeypis. Ársreikningar sýna trausta stöðu. Frábær milliuppgjör.”

Vísar Guðmundur þar í viðtal Business Insider við Skúla Mogensen forstjóra og stofnandi WOW Air. „Fregnirnar af vandræðum WOW í liðinni viku sýndu manni enn og aftur hversu fyndið og fáránlegt allt þetta tal er í raun og veru. Einn daginn eru peningarnir bara búnir. Allir hressir samt. Svona er lífið. Sjitt happens. Þetta reddaðist ekki.“

Segir hann að kannski reddist WOW og Icelandair. „Eftir stendur þó enn einn harður lærdómurinn um sífellt það sama: Þeir sem fljúga hæst falla hraðast. Einhvern tímann verður vonandi í fararbroddi í viðskiptalífinu fólk sem er raunsærra, jarðbundnara, ekki of bjartsýnt.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben