fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Eyjan

Fullyrti það að Sigmundur hefði haft einn aðstoðarmann – Þeir voru í reynd sjö

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Mánudaginn 17. september 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræður um fjárlög stóðu yfir á Alþingi á föstudaginn og tóku margir til máls, þar á meðal Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins. Í ræðu sinni ræddi hann greiðslur til ríkisstjórnarinnar, þá sérstaklega fjármuni sem fara til að greiða fyrir aðstoðarmenn ráðherra ríkisstjórnarinnar, en samkvæmt fjárlögum er áætlað að þær verði 635 milljónir króna. Hann benti einnig á að greiðslur þessar hafi hækkað um 175 milljónir frá síðasta ári ásamt því að aldrei í sögu landsins hafi verið jafn margir aðstoðarmenn hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar.

Í ræðu sinni hélt Birgir því einnig fram á Alþingi  að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefði eingöngu verið með einn aðstoðarmann þegar hann var forsætisráðherra, þegar í raun að Sigmundur var með sjö aðstoðarmenn. Í frétt Vísis og Fréttablaðsins frá árinu 2014 um málið, kemur fram að aðstoðarmenn Sigmundar hafi kostað 64,3 milljónir króna á ári en aðstoðarmenn hans voru:

Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður

Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar

Benedikt Árnason, efnahagsráðgjafi forsætisráðherra

Lilja D. Alfreðsdóttir, verkefnisstjóri

Hrannar Pétursson, verkefnisstjóri

Margrét Gísladóttir, sérstakur ráðgjafi ráðherra

Ásmundur Einar Daðason, aðstoðarmaður, en hann var jafnframt þingmaður og þáði ekki laun fyrir vinnu sína fyrir ráðherra umfram þingfararkaup sitt.

Uppfært 17.9.2018 13:50

Jón Pétursson, núverandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, segir að frétt Vísis og Fréttablaðsins sé röng um fjölda aðstoðarmanna ráðherra í ráðherratíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.  Hann bendir á að einstaka verkefnastjórar og fjölmiðlafulltrúar og þess háttar teljast ekki til aðstoðarmanna.

Hvorki Fréttablaðið né Vísir drógu frétt sína um málið til baka á sínum tíma.

Sigmundur Davíð sjálfur tjáði sig einnig um málið á Facebook síðu sinni.

Hér að neðan má sjá ræðu Birgis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður