fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Eyjan

Samdráttur í hótelgistingu nema á Suðurlandi – tölur sýna gríðarlegar breytingar á þjóðerni ferðamanna sem hingað koma

Egill Helgason
Þriðjudaginn 4. september 2018 22:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enginn fjölmiðill fylgist betur með þróun ferðaþjónustunnar en vefurinn Túristi. Hann er skyldulesning fyrir alla sem vilja fylgjast með stærstu atvinnugrein þjóðarinnar. Á honum birtast í dag tölur frá Hagstofunni sem sýna hvernig hegðun ferðamanna á Íslandi hefur verið að breytast. Það er enn að bætast í á Suðurlandi. Skýringin er líklega sú að þangað er auðvelt að fara fyrir ferðmamenn sem staldra stutt við. Það er hægt að aka í Vík og að Gullfossi og Geysi á stuttum tíma.

En á móti kemur samdráttur annars staðar á landinu – þegar lengra dregur frá Keflavík. Tölurnar eru frá því í júlí, sem er stærsti ferðamánuðurinn og þær sýna alls 2,3 prósenta fækkun á gistinóttum. Samdrátturinn er mestur á Austurlandi eða 12,3 prósent en á Norðurlandi er hann 10,2. Á höfuðborgarsvæðinu þar sem mikið af hótelum er í byggingu er samdrátturinn 2,3 prósent.

Á Túrista má líka lesa um breytingar eftir þjóðerni, byggt á tölum Hagstofunnar. Bandaríkjamönnum hefur fjölgað um 17,9 prósent frá júlímánuði árið áður. Það ætti ekki að koma óvart miðað við hið gríðarlega umfang Bandaríkjaflugsins – og í raun spurning hvort fjölgunin ætti ekki að vera meiri?

Þjóðverjum hefur hins vegar fækkað um 28,4 prósent – þar er auðvitað um að kenna miklum samdrætti í flugi frá Þýskalandi. Flugið frá Bretlandi hefur ekki minnkað, en fækkun Breta á íslenskum hótelum er 18,7 prósent. Kínverjum fjölgar hins vegar um 26,5 prósent og eru orðnir fjórði fjölmennasti hópur ferðamanna hér. Athygli vekur svo mikil fækkun ferðamanna frá Svíþjóð og Danmörku, heil 23,6 frá Danmörku.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður