fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
433

Klopp var næstum búinn að hætta við kaupin á Alisson eftir hegðun stuðningsmanna

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 21. ágúst 2018 09:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var næstum búinn að hætta við það að fá Alisson frá Roma í sumar en hann er nú aðalmarkvörður liðsins.

Alisson tekur við af Loris Karius í marki Liverpool en sá síðarnefndi var mjög slakur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í maí er Liverpool tapaði 3-1 gegn Real Madrid.

Klopp var þó ekki hrifinn af því hvernig stuðningsmenn kenndu Karius algjörlega um sem neyddi hann næstum til að gefa landa sínum annan séns.

,,Við sáum einfaldlega betri markvörð og keptum hann. Ég sagði Karius ekki það sem hann vildi heyra,“ sagði Klopp.

,,Úrslit Meistaradeildarinnar höfðu ekkert með þetta að gera. Jafnvel ef við hefðum unnið keppnina og Alisson væri fáanlegur þá hefðum við keypt hann.“

,,Fólk var mjög neikvætt í garð Karius eftir úrslitaleikinn og reyndu að inniloka hann. Eftir það var ég mjög nálægt því að sleppa því að fá Alisson og halda mig við Karius.“

,,Við þurftum þó að vera atvinnumenn í okkar starfi. Við verðum að vera með bestu leikmennina í öllum stöðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

433Sport
Í gær

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji
433Sport
Í gær

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar