fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

5 lög sem gætu orðið þjóðsöngur Íslands

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 19. ágúst 2018 13:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Hrafn Gunnarsson vill breyta lögum um þjóðsöng Íslands, Lofsöng, en strangar reglur gilda um notkun hans. Eins og Helgi bendir á er til dæmis ólöglegt að gefa út rappútgáfu af þjóðsöngnum. Þjóðsöngurinn hefur lengi verið umdeildur og segja margir hann þjóna tilgangi sínum illa. Mörg önnur lög séu betur til þess fallin að hrista þjóðina saman á íþróttaleikjum og víðar. DV tók saman fimm lög sem henta betur en Lofsöngurinn.

Kvaðning – Skálmöld

Skálmöld spilar þjóðlegt víkingarokk og allir elska hljómsveitina, meira að segja eldra fólk sem aldrei hefur hlustað á þungarokk á ævinni. Lagið er grípandi og vígreift og myndi vekja gæsahúð í hvert einasta skipti á Laugardalsvellinum. Ókosturinn er að lagið er átta mínútur að lengd og yrði því að skera niður.

Húsið og ég – Grafík

Veðurfræðingar hafa sagt okkur að búast við fleiri rigningarsumrum á komandi árum. Til að halda andlegri heilsu væri því kannski réttast fyrir þjóðina að gera rigninguna að bandamanni sínum. „Mér finnst rigningin góð“ yrði hin nýja sjálfsmynd Íslendinga.

Immigrant Song – Led Zeppelin

Sumir myndu segja það óþjóðlegt að velja útlenskt lag sem þjóðsöng. En Immigrant Song var samið á Íslandi og um Ísland af stærstu rokkhljómsveit sögunnar. Við ættum að hampa því.

Söknuður – Villi Vill og Jóhann Helgason

Söknuður er flott lag sem allir þekkja, ekki bara Íslendingar heldur útlendingar líka í flutningi Josh Groban. Að gera Söknuð að þjóðsöng landsins myndi hjálpa Jóhanni Helgasyni höfundi í málaferlum sínum við norska ódáminn Rolf Lovland sem stal því.

Draumur um Nínu – Stefán og Eyfi

Fæstir Íslendingar kunna textann að Lofsöngnum en allir, hver einn og einasti, getur sungið Nínu. Selma og Jóhanna Guðrún komust í annað sæti en Draumur um Nínu er og verður ávallt Eurovision-lagið okkar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Karlar maka krókinn í bönkunum – Gríðarlegur kynjamunur á tekjuhæstu einstaklingum

Karlar maka krókinn í bönkunum – Gríðarlegur kynjamunur á tekjuhæstu einstaklingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga spurði Jón Gnarr óvæntrar spurningar sem vakti kátínu

Helga spurði Jón Gnarr óvæntrar spurningar sem vakti kátínu