fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024

Hjónin skilin og húsinu verður skipt í tvennt – bókstaflega

Óvenjulegt skilnaðarmál fyrir rússneskum dómstólum

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 21. október 2016 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skilnaðarréttur í Rússlandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að glæsivillu hjóna sem nú eru skilin verði skipt í tvennt. Málið þykir allt hið undarlegasta enda verður múrveggur reistur í gegnum mitt húsið.

Er ósátt, eðlilega.
Margarita Tsvitnenko Er ósátt, eðlilega.

Önnur hæð hússins gagnast Margaritu svo gott sem ekkert.
Lok, lok og læs Önnur hæð hússins gagnast Margaritu svo gott sem ekkert.

Margarita Tsvitnenko, 45 ára, segir að skilnaðarétturinn hafi komist að þessari niðurstöðu í ljósi óyfirstíganlegs ágreinings milli hennar og fyrrverandi eiginmanns hennar. Hún birti myndir á samfélagsmiðlum af framkvæmdum sem nú standa yfir í húsinu.

Húsið sem um ræðir er í Rublyovka-hverfinu í Mosvku, að því er breska blaðið Mirror greinir frá. Að sögn Margaritu hefur þetta skapað nokkur vandamál. Þannig er stigi í húsinu í þeim helmingi þess sem tilheyrir fyrrverandi eiginmanni hennar. Þetta gerir það að verkum að Margarita kemst ekki upp á aðra hæð þar sem svefnherbergi og baðherbergi er meðal annars að finna.

„Rétturinn sagði að ég þyrfti að útbúa minn eigin stiga,“ segir hún og bætir við að hún hafi ekki efni á því að ráðast í slíkar framkvæmdir. Hún bað um frest til að ráðast í framkvæmdirnar og fór þess á leit að á meðan fengi hún að nota stigann í hinum helmingi hússins. Þær umleitanir hafa engan árangur borið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Virðist ætla að selja fjölmarga í sumar – ,,Svo það gerist þá þurfa leikmenn að fara annað“

Virðist ætla að selja fjölmarga í sumar – ,,Svo það gerist þá þurfa leikmenn að fara annað“
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Lítt þekkt ættartengsl: Gullslegni athafnamaðurinn á b5 og einn af Klúbbsmönnunum úr Guðmundar- og Geirfinnsmálinu

Lítt þekkt ættartengsl: Gullslegni athafnamaðurinn á b5 og einn af Klúbbsmönnunum úr Guðmundar- og Geirfinnsmálinu