fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Sæborg Ninja beitt ofbeldi: „Hann spurði hvað ég myndi gera ef hann gæfi mér þennan nýja líkama og myndi síðan binda mig niðri í kjallara og nauðga mér?“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. ágúst 2018 12:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Transkonan Sæborg Ninja Guðmundsdóttir segir í viðtali við Mannlíf að íslenskt samfélag sé ekki komið eins langt í réttindum hinsegin fólks og oft sé haldið fram. Hún segist hafa upplifað niðrun, áreiti og ofbeldi eftir að hún kom út sem transkona.

„Þetta byrjaði fyrir nokkrum árum í samræðum við mann sem er ekki lengur vinur minn. Við vorum í svona transhúmanískum pælingum og ég lét í ljós þá ósk að fá nýjan líkama sem mér fyndist passa mér. Hann spurði þá strax hvað ég myndi gera ef hann gæfi mér þennan nýja líkama og myndi síðan binda mig niðri í kjallara og nauðga mér? Ég reyndi að komast út úr þessum samræðum, fannst þetta ógeðslegt, en hann hélt áfram að suða og spyrja hvað ég myndi gera í því? Ég var mjög sjokkeruð en þegar ég sleit þessum vinskap og sagði örfáum öðrum vinum frá þessu þá trúðu þeir mér ekki. Þetta varð til þess að ég dró það í ár að koma út úr skápnum,“ segir Sæborg.

Hún segist ekki hafa upplifað jákvæð viðbrögð frá foreldrum sínum þegar hún kom út. „Foreldrar mínir hættu eiginlega bara að tala við mig. Ég hef ekki farið í heimsókn til þeirra í meira en ár og ekkert heyrt í mömmu en pabbi lætur í sér heyra af og til. Yngri systir mín var hins vegar alveg sátt við þetta og sömuleiðis sonur minn sem er fjórtán ára. Ég var mest stressuð að tala um þetta við hann en hann kippti sér ekkert upp við það, spurði bara hvort við ættum ekki að fara að horfa á DVD,“ segir Sæborg.

Hún segir að ungir menn hafi reynt að keyra hana niður í Breiðholti skammt frá heimili sínu. „Ég var að ganga heim að kvöldlagi þegar strákar á vespu keyrðu alveg upp að mér og reyndu að sparka mig niður. Sem betur fer hittu þeir ekki almennilega en ég átti mjög erfitt með að fara út á kvöldin lengi eftir þetta. Það er svo erfitt að eiga von á svona árásum frá tilfallandi fólki í nánasta umhverfi manns,“ segir Sæborg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling
Fréttir
Í gær

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á umdeildan hátt dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn

Maðurinn sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á umdeildan hátt dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi þingmaður hjólar í RÚV: „Afsökunarbeiðni hlýtur að líta dagsins ljós“

Fyrrverandi þingmaður hjólar í RÚV: „Afsökunarbeiðni hlýtur að líta dagsins ljós“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum