fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Eyjan

Ferðalangur tjaldar á bannsvæði – Bíræfinn eða lesblindur ?

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 8. ágúst 2018 22:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndin hér að ofan var tekin af árvökulum góðborgara á ferð sinni um Hvalfjörðinn í kvöld, nánar tiltekið við Botnsá.

Líkt og augljóslega sjá má á skiltinu er bannað að tjalda á svæðinu, en það virtist þó ekki hafa mikil áhrif á ákvarðanatöku viðkomandi í að tjalda beint framan við bannskiltið og má því deila um fælingarmátt þess.

Nokkuð hefur verið um að ferðamenn kvarti undan óljósum merkingum á Íslandi, ekki síst þeim skiltum sem eru á ábyrgð Vegagerðarinnar. Ekki verður þó við hana sakast í þessu tilfelli, enda tjaldskilti ekki á hennar könnu. Auk þess verður myndmálið að teljast nokkuð alþjóðlegt og skýrt.

Eyjan hefur ekki fengið staðfest hvort um lesblindu eða bíræfni viðkomandi sé um að kenna, en óneitanlega virðist brotaviljinn einbeittur við fyrstu sýn, þó ekki skuli hrapað að ályktunum.

Hvar má tjalda ?

Staðsetning tjaldsins er óneitanlega nokkuð skondin, með tilliti til laga um náttúruvernd frá 2015 sem tilgreina hvar heimilt sé að tjalda á Íslandi:

  • Við alfaraleið í byggð má tjalda til einnar nætur á óræktuðu landi, sé ekkert tjaldsvæði í nánd og landeigandi hafi ekki bannað það sérstaklega með merkingum.
  • Þá má einnig tjalda við alfaraleið í óbyggðum, hvort sem er á eignarlandi eða þjóðlendu. Sama á við um eignarland og þjóðlendur utan alfaraleiðar.

Með öðrum orðum, þá var viðkomandi ferðalangi heimilt að tjalda nánast alls staðar annarsstaðar í Hvalfirðinum, nema á þessum eina bletti.

Engin sérstök viðurlög eru tilgreind við því að tjalda á slíku bannsvæði, svo framarlega sem engin spjöll eru unnin á landinu, eftir því sem lagagreiningardeild Eyjunnar kemst næst.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður