fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Mikil virkni norðurljósa í kortunum næstu kvöld

Auður Ösp
Mánudaginn 26. september 2016 18:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem vilja berja norðurljósin augum eru í ágætis málum næstu kvöld en samkvæmt spá Veðurstofu Íslands munu veðurskilyrði verða einkar hagstæð. Sérstaklega er spáin góð á miðvikudagskvöld.

Á vef Veðurstofu má finna norðurljósaspá þrjá sólarhringa fram í tímann. Samkvæmt spánni verður virkni ljósanna allmikil á miðnætti í kvöld og heiðskírt einkum sunnan og austanlands. Þá verður virknin talsverð á þriðjudagskvöld.

Á miðvikudagskvöld verður síðan heiðskírt yfir landinu öllu og virkni mikil. Norðurljósavirknin er gefin upp á Kp-kvarða, frá 0 til 9, sem lýsir styrk segulsviðstruflana á jörðinni. Algengast er að gildið sé 0-3 og mjög sjaldgæft að það nái efstu tölunum. Á miðvikudagskvöld sýnir kvarðinn heil 6 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að hestamannafélag hafi fengið svæði sem ætlað hafi verið íbúum í hjólhýsum og húsbílum

Segir að hestamannafélag hafi fengið svæði sem ætlað hafi verið íbúum í hjólhýsum og húsbílum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Útgáfufélag Viljans úrskurðað gjaldþrota – Samnefndur fjölmiðill mun þó halda sínu striki

Útgáfufélag Viljans úrskurðað gjaldþrota – Samnefndur fjölmiðill mun þó halda sínu striki