fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025

Rithöfundurinn Óttar M. Norðfjörð biður fólk um að „unfollowa“ sig á Instagram

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 24. júlí 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttar birti stöðufærslu á Facebook þar sem hann biður fylgjendur sína á Instagram um að hætta að fylgja sér hið snarasta. Ástæðan er sú að rússneskur hakkari yfirtók reikning hans í síðustu viku, lokaði á Óttar, skipti prófílmynd Óttars út fyrir fáklædda konu og hóf að senda fylgjendum Óttars ruslpóst í gríð og erg.

Í samtali við Fréttablaðið segir Óttar: „Rússarnir gera þetta víst, safna reikningum, til að geta spammað vini manns með vírusum,“ segir Óttar í samtali við Fréttablaðið og bætir við að einhvern fjárhagslegan ávinning sjái þrjótarnir sér líka í þessu þar sem þeir notu gervireikninga til þess að kynna vörur á vefsíðum. „Eða eitthvað þannig. Ég náði þessu ekki alveg.“

Hann segist þó hafa tekið skjáskot af færslum sínum í gegnum reikning konunnar sinnar og ætlar að færa þær yfir á nýjan reikning þar sem hann ætlar að huga betur að öryggismálum.

„Þetta er líka mér að kenna. Ég hefði átt að hafa þetta öruggara en það góða við þetta er að ég er búinn að uppfæra þessa hluti hjá mér alls staðar. Á samfélagsmiðlum, í tölvu, síma og svo framvegis.

Þannig að það kom kannski eitthvað gott úr þessu og ég mæli með að fólk geri slíkt hið sama vegna þess að þessum hakkaramálum á bara eftir að fjölga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Fyrsta brúðkaup í Notre Dame í þrjá áratugi – Erkibiskupinn gaf sérstakt leyfi

Fyrsta brúðkaup í Notre Dame í þrjá áratugi – Erkibiskupinn gaf sérstakt leyfi
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 klukkutímum

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og Manchester United íhugar nú að fá hann

Gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og Manchester United íhugar nú að fá hann
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ronaldo uppljóstrar um leyndarmál á bak við trúlofunina – „Þá komu börnin mín inn“

Ronaldo uppljóstrar um leyndarmál á bak við trúlofunina – „Þá komu börnin mín inn“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Borðvél sem þýðir bók á örfáum sekúndum

Borðvél sem þýðir bók á örfáum sekúndum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stórt nafn til nýliðanna

Stórt nafn til nýliðanna