fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Steingrímur um landakaup erlendra auðkýfinga: „Jarða- og ábúðarlögin eru í dag ónýtari en nokkru sinni fyrr“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 23. júlí 2018 10:38

Steingrímur J. Sigfússon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil umræða hefur verið um landakaup erlendra auðkýfinga hér á landi og er nafn James Ratcliffe, sem hefur keypt fjölda jarða í Vopnafirði og meirihlutann í Grímsstöðum á Fjöllum, ásamt Jökulsá á Fjöllum, verið þar fremst í flokki.

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segist í Morgunblaðinu í dag hafa áhyggjur af þessari þróun. Hann vill taka upp að nýju ákvæði í jarða – og ábúðarlögum, sem numinn voru úr lögum árið 2004:

„Það er ekki nýtt að efnamenn beri víurnar í laxveiðihlunnindi. Það er kannski nýtt að erlendur auðmaður geri það í svona stórum stíl. Ég hef eðlilega áhyggjur eins og margir aðrir. Það er búið að tala mikið um þetta síðustu tíu til fimmtán ár, en það hefur ekki orðið af því að gripið sé til aðgerða. Staðreyndin er sú að jarða- og ábúðarlögin eru í dag ónýtari en nokkru sinni fyrr. Sem dæmi má nefna að forkaupsréttur sveitarfélaga á jörðum sé ekki lengur í lögum. Hann er ákveðin bremsa. Mér finnst að ríki og sérstaklega sveitarfélög eigi að hafa sterkan forkaupsréttarmöguleika. Í þágu almannahagsmuna finnst mér það eðlilegt, sem liður í því að takast á við þessi mál,“

segir Steingrímur.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vill ekki taka jafn djúpt í árinni og Steingrímur, en segir þó að grípa þurfi til ráðstafana ef slíkar fjárfestingar eru að valda samfélaginu einhvern skaða. Hann segir málið hafa komið til umræðu í ríkisstjórn, þar sem það snerti fleiri en eitt ráðuneyti, en ýmislegt hafi fullyrt í málinu sem ekki standist:

„Það er ljóst að það er ákveðið skipulag í gangi í uppkaupum á þessu svæði. Þetta er umhugsunarefni og tengist greinilega kaupum á landi með hlunnindum tengdum laxveiðiám. Það er augljóst í mínum huga að við þurfum að átta okkur á því hvaða vandkvæði þessi þróun kann að hafa skapað á sumum svæðum.Ýmislegt hefur verið sagt í þessum málum sem er kannski ekki að fullu fótur fyrir. Umræðan beinist stundum að því að hingað komi einungis vondir útlendingar til að fjárfesta á Íslandi. Í grunninn er ég algjörlega ósammála því. Hins vegar kunna að vera uppi þær aðstæður, sama hvort um er að ræða útlendinga eða Íslendinga, að fjárfestingarnar kunni að geta valdið samfélaginu einhverjum skaða. Ef sú staða er uppi eigum við að sjálfsögðu að grípa til einhverra ráðstafana.“

Vænta má niðurstöðu starfshóps um endurskoðun á eignarhaldi á bújörðum í ágúst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum