fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

H&M opnar í Smáralind seinni part næsta sumars

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 28. september 2016 10:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

H&M mun líklega opna í Smáralind seinni part næsta sumars og í miðbænum á Hafnartorgi árið 2018. Þetta segir Sturla Eðvarsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, í Markaðnum í dag.

Eins og DV greindi fyrst frá í apríl síðastliðnum mun sænski verslunarrisinn opna tvær verslanir á Íslandi, en á þeim tíma lá ekki fyrir hvenær þær myndu opna.

Þó svo að H&M hafi ekki verið í boði fyrir íslenska neytendur hér á landi hafa verslanirnar notið mikilla vinsælda með íslensks almennings. Þannig greindi Fréttablaðið frá því fyrir skemmstu að Íslendingar hefðu keypt mest í H&M af öllum fatabúðum á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Var H&M með 17,7 prósenta markaðshlutdeild þrátt fyrir að vera ekki einu sinni á Íslandi.

Sturla segir í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, í dag að nokkur atriði hafi haft áhrif á komu H&M til Íslands. Þannig séu jákvæð teikn á lofti í íslensku atvinnulífi, hagvöxtur er meiri en gengur og gerist og þá hafi fjölgun ferðamanna sem hingað koma sitt að segja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Land heldur áfram að rísa í Svartsengi

Land heldur áfram að rísa í Svartsengi