fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Arnar ómyrkur í máli: „Þetta fyrirkomulag er gargandi tímaskekkja“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 19. júní 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Af hverju fáum við ekki að vita hvað ríkið er að hafa upp úr heild­sölu tób­aks og smá­sölu áfeng­is? Ástæðan er vænt­an­lega sú að ÁTVR not­ar hagnaðinn af tóbaks­sölu til að niður­greiða Vín­búðina, sem er nokkuð aug­ljóst brot á markaðsráðandi stöðu.“

Þetta segir Arnar Sigurðsson, áfengiskaupmaður í Sante, í viðtali í Morgunblaðinu í dag. Þar er greint frá því að ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hafi tekið formlega við kvörtun sem Arnar lagði fram gegn ríkinu vegna einokunar ÁTVR á heildsölu tóbaksvara.

Arnar er ómyrkur í máli og segir að þetta fyrirkomulag sé „gargandi tímaskekkja“ en reikna má með því að ESA taki ákvörðun um málið innan árs.

Í samtali við Morgunblaðið spyr Arnar hvers vegna ríkið sé að reka heildverslun fyrir neysluvörur og bendir hann á að heildsalar flytji inn lyf, matvöru og skotvopn til dæmis.

„Af hverju er ríkið með heild­sölu á tób­aki? Er það vegna þess að ríkið sé svo ábyrg­ur aðili, flink­ur og hag­kvæm­ur? Eða á sala tób­aks að hafa samlegðaráhrif með áfengi? Svarið við þessu öllu er vita­skuld nei. Það er auðvitað út í hött að rík­is­starfs­menn séu að burrast um á lyft­ara uppi á höfða. Svo koma trukk­ar frá Festi, Hög­um og fleir­um og sækja tób­akið,“ segir hann við Morgunblaðið.

Bætir hann við að kvörtunin veki spurningar um það hvort íslenska ríkið sé hugsanlega skaðabótaskylt gagnvart smásöluaðilum sem hafa verið neyddir til að kaupa tóbaksvörur á einokunarverði frá ÁTVR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Framkvæmdastjóri Parka skýrir málin – „Við erum í sama liði og neytendur“

Framkvæmdastjóri Parka skýrir málin – „Við erum í sama liði og neytendur“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum
Fréttir
Í gær

Þriggja ára labbaði út af leikskóla og þaðan í Bónus

Þriggja ára labbaði út af leikskóla og þaðan í Bónus
Fréttir
Í gær

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“
Fréttir
Í gær

Deila vegna sölu fáksins Dags frá Kjarnholtum fyrir dómstóla – Hörð orðarimma í hesthúsi í Víðidal

Deila vegna sölu fáksins Dags frá Kjarnholtum fyrir dómstóla – Hörð orðarimma í hesthúsi í Víðidal
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband: Ósvífin skemmdarverk í Bergstaðastræti – Ung kona gekk á bílum

Myndband: Ósvífin skemmdarverk í Bergstaðastræti – Ung kona gekk á bílum