fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Ræddi um herta landamæravörslu Schengen ríkjanna og heildarstefnu í útlendingamálum

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 20. júlí 2018 13:10

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra heilsaði Herbert Kickl innanríkisráðherra Austurríkis við komuna á fundinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sótti óformlegan fund dóms- og innanríkisráðherra Schengen ríkjanna sem haldinn var í Innsbruck, Austurríki, fimmtudaginn 12. júlí 2018 en Austurríki tók við formennsku í ráðinu 1. júlí 2018.

Til umræðu á fundinum var styrking ytri landamæra Schengen-svæðisins og aukið öryggi innan Evrópu með tilliti til heildarstefnu ríkjanna í útlendingamálum. Rætt var um styrkingu landamærastofnunar Evrópu (Frontex) og lögð fram tillaga um verulega stækkun stofnunarinnar á skömmum tíma og fjölgun landamæravarða á ytri landamærum. þettakemur fram á vef stjórnarráðsins.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra vakti athygli á því að hraður vöxtur Frontex sem kallar á aukið framlag aðildarríkja í formi mannauðs og tækja mætti ekki verða á kostnað getu aðildarríkjanna til að standa að viðunandi landamæravörslu á heimavelli með tilliti til fjölgunar ferðamanna og umsækjenda um alþjóðlega vernd. Þá yrði að liggja fyrir að allur aukinn kostnaður væri í samræmi við markmið og raunhæfar væntingar um árangur.

Ráðherrar aðildarríkjanna lögðu einnig mikla áherslu á að efla þyrfti samskipti Evrópuríkja við þriðju ríki vegna endursendinga einstaklinga sem hljóta ekki alþjóðlega vernd í Evrópu. Þá var hvatt til þess að Schengen ríkin hyggðu betur að aðstoð við þau ríki þaðan sem umsækjendur um alþjóðlega vernd hafa komið í ríkum mæli. Dómsmálaráðherra tók undir það og hvatti jafnframt til þess að aðildarríkin legðu ekki aðeins áherslu á fjárhagslegan stuðning í þessu samhengi heldur hyggðu einnig að forsendum viðskiptasambanda evrópsku ríkjanna við þessi ríki.

Á fundinum var  lögreglusamvinna í Evrópu einnig rædd, t.d. í baráttunni gegn mansali og smygli á einstaklingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum