fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Pia Kjærsgaard segir Pírata glíma við unglingaveiki

Óðinn Svan Óðinsson
Fimmtudaginn 19. júlí 2018 16:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, segir gagnrýni íslenskra þingmanna, þá sérstaklega Pírata á þátttöku hennar á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í gær fáránlega. Þetta kemur fram í frétt á vef danska ríkisútvarpsins DR.

Pia sem hélt ræðu á hátíðarfundinum segir allt hafa gengið eins og í sögu þangað til hún opnaði fjölmiðla. „Mér fannst þetta frábær dagur, allt þar til ég las fjölmiðla í morgun,“ segir Pia í samtali við DR.

Eins og greint hefur verið frá þá sniðgengu Píratar hátíðarfundinn til að mótmæla þátttöku Piu. Þá mættu nokkrir þingmenn með barmmerki sem á stóð Nej, til racisme.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði í samtali við fréttastofu RÚV í gær að Píratar geta ekki veitt Piu lögmæti með nærveru sinni. „Ég sé það sem svo að hið lýðræðislega tilraunaverkefni mannsins standi á tímamótum og hinum megin standi fasisminn,” segir Þórhildur við RÚV.

Pia gefur lítið fyrir þessi mótmæli Pírata og hvetur Pírata til að þroskast. „Ég held að þeir ættu að læra að þroskast. Mér sýnist Píratar vera að glíma við unglingavandamál,“ bætti hún við. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir eftir Anítu Rós – „Hún á afmæli á morgun og þætti okkur gott að vita af henni í öruggum höndum“

Lýsir eftir Anítu Rós – „Hún á afmæli á morgun og þætti okkur gott að vita af henni í öruggum höndum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“