fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Ísland undanþegið verndartollum ESB

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 19. júlí 2018 11:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

EFTA-ríkin innan EES, þar með talið Ísland, eru undanþegin tímabundnum verndartollum ESB á stálvörum sem tilkynnt var um í gær. Undanþágan, sem veitt er á grundvelli EES-samningsins, skapar fordæmi og mun einnig gilda um mögulega verndartolla á innflutning á áli til ESB sem nú eru til skoðunar. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins.

„Slíkir verndartollar myndu hafa mikil áhrif hér á landi þar sem ESB er okkar helsti útflutningsmarkaður fyrir ál. EES-samningurinn mun því tryggja íslenskum álframleiðendum áframhaldandi aðgang að markaðnum,“

segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.

Í tilkynningu ESB kemur fram að 25% verndartollur verði lagður á tuttugu og þrjár stálvörur frá 19. júlí nk. Um er að ræða tímabundar aðgerðir sem eru m.a. svar við ákvörðun bandarískra stjórnvalda fyrr á árinu um að leggja tolla á ál og stál.

Cecilia Malmström, viðskiptamálastjóri ESB, segir að verndartollar Bandaríkjanna á stál geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir stáliðnað ESB-ríkjanna og starfsmenn í stáliðnaði. Því sé enginn annar möguleiki í stöðunni en að leggja á verndartolla til að vernda innri markaði fyrir holskeflu af innflutningi á stáli. Hún leggur hins vegar áherslu á að aðgerðirnar tryggi að innri markaður ESB haldist opinn.

Tilkynning ESB

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar