fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Segja fundinn á Þingvöllum í dag endurspegla „sýndarmennsku“ og „valdhroka“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 18. júlí 2018 07:54

Alþingi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnarskrárfélagið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þingfundurinn í dag á Þingvöllum er  sagður endurspegla sýndarmennska og valdhroka, en félagið harmar að Alþingi hafi hundsað niðurstöður þjóðaratkvæðisgreiðslu um nýja stjórnarskrá árið 2012:

„Frá árinu 1944 hefur Alþingi haft það verkefni að semja nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Ótal stjórnarskrárnefndir hafa verið skipaðar án árangurs. Það var ekki fyrr en þjóðinni var hleypt að málinu að skriður komst á það. Íslenska þjóðin samdi sér nýja stjórnarskrá í kjölfar Hrunsins og samþykkti hana með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012. Alþingi hefur síðan þá hunsað niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Stjórnarskrárfélagið harmar að Alþingi Íslendinga skuli minnast 100 ára fullveldis með þeirri sýndarmennsku og valdhroka sem þessi þingfundur á Þingvöllum endurspeglar. Hve lengi á stjórnmálaflokkum á Alþingi að líðast að hunsa fullveldi þjóðarinnar? Virðingarfyllst, Stjórn Stjórnarskrárfélagsins,“

segir í tilkynningu.

Í stjórn félagsins sitja  Katrín Oddsdóttir , formaður, Sigurður H. Sigurðsson, ritari og varaformaður, Kristín Erna Arnardóttir, gjaldkeri, Hjörtur Hjartarson, Ingólfur Harri Hermannsson, Sigríður Ólafsdóttir og Þórir Baldursson.

Hlutverk Stjórnarksrárfélagsins er aðalega þríþætt, samkvæmt heimasíðu félagins:

  •  Að vinna að því að grundvallarréttur þjóðarinnar sem stjórnarskrárgjafa sé virtur.
  •  Að efla umræðu um stjórnarskrármál á Íslandi og um leið vitneskju almennings um mikilvægi stjórnarskrár í íslensku samfélagi
  •  Að fræða, safna saman öllum upplýsingum um stjórnarskrármál á víðum grunni og gera það aðgengilegt almenningi.

 

Um tilurð stjórnarskrárfélagsins segir á heimasíðu þess:

„Fyrir  hrun og í kjölfar hrunsins árið 2008 urðu til hópar fólks sem vildi breytingar í Íslensku samfélagi. Þessi hópar komu saman á mismunandi forsendum og á mismunandi stöðum með það að markmiði að vilja breytingar. Fyrir hrun varð til Framtíðarlandið og Íslandshreyfingin en báðar þessar hreyfingar voru stofnaðar á grundvelli náttúruverndar sem kjarnaviðfangsefni. Eftir hrun varð til Borgarahreyfingin / Hreyfingin, þjóðfundurinn, lýðveldisbyltinginn, Hagsmunasamtök Heimilana og fleiri hópar sem spruttu upp úr óánægju með ríkjandi fyrirkomulag. Þeir höfðu þörf fyrir að leggja eitthvað af mörkum og þörf fyrir að koma á nauðsynlegum breytingum til að bæði land, náttúra og þjóð ætti bjarta framtíð byggða á lærdómi af fortíðinni. Í þessum hreyfingum öllum varð til Stjórnarskrárfélagið. Félagið var í raun upphaflega fundir nokkura áhugasamra um stjórnarskrármál, byggt á ýmsum vangaveltum margra um t.d persónufrelsi, valddreyfingu, upplýsingafrelsi, náttúruvernd og fl. Staðreyndin var nefnilega sú að allar þessar ólíku kröfur komu saman í einum og sama þættinum í voru samfélagi. Stjórnarskránni.

Fyrstu fundirnir voru haldnir í Hugmyndahúsi Háskólana niður við Gömlu höfnina í Reykjavík – í gömlu húsi þar sem Ellingssen verslunin var áður til húsa.

Í framhaldi af miklum fundarhöldum um þær leiðir sem voru færar til að koma á breytingum, varð það snemma ljóst að þörf væri á félagi utan um Stjórnarskrármál. Félagi sem hefði það hlutverk að miðla upplýsingum, koma á stað umræðu /samræðu í samfélaginu, standa fyrir fundum og uppákomum og standa fyrir hlutlausri upplýsingaveitu um málefni er tengdust stjórnarskrármálum. Félagsmenn trúðu því að með því að koma á fót slíku félagi væru forsendur fyrir þjóðina til að öðlast þekkingu og taka afstöðu til stjórnarskrárinnar mun betri og líkur á að þjóðin myndi vilja standa sjálf á bak við nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni meiri.

Stofnfundur var haldinn 20.03.2011 í sal menntaskólans í Reykjavík. Þar á þessum sama stað var Þjóðfundurinn árið 1851 haldinn, en konungur afhenti íslendingum eigin stjórnarskrá árið 1874 á Alþingishátíðinni á Þingvöllum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta