fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Fókus

Upprisa Mel Gibson

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 11. september 2016 21:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendir fjölmiðlar tala um upprisu Mel Gibson eftir að ný kvikmynd hans, Hacksaw Ridge, var sýnd um síðustu helgi á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Eftir sýningu myndarinnar risu áhorfendur úr sætum og klöppuðu leikstjóranum og mynd hans lof í lófa í heilar tíu mínútur.

Hacksaw Ridge er fyrsta kvikmynd Gibson í tíu ár. Þar er sögð sönn saga Desmonds Doss sem gegndi herþjónustu í seinni heimsstyrjöldinni en neitaði að bera vopn þar sem það samræmdist ekki lífsskoðunum hans. Hann var því vopnlaus á átakasvæðum og í fremstu víglínu. Seinna var Doss heiðraður fyrir að hafa bjargað lífi fjölmargra félaga sinna. Andrew Garfield fer með hlutverk Doss. Myndin hefur hlotið mikið lof þeirra sem hafa séð hana en hún verður frumsýnd í Bandaríkjunum í byrjun nóvember.

Í Hollywood hefur Gibson verið úti í kuldanum árum saman vegna slæmrar hegðunar en árið 2006 var hann handtekinn fyrir ölvunarakstur og heyrðist þá formæla gyðingum. Fleiri hneyksli fylgdu í kjölfarið sem sýndu að Gibson ætti erfitt með að stjórna skapi sínu og væri jafnvel ofbeldisfullur. En batnandi manni er best að lifa og Gibson sagði eftir sýningu myndar sinnar í Feneyjum að hann hefði meðvitað dregið sig í hlé í nokkur ár. Hann bætti við: „Ég held að besta aðferðin við að biðjast afsökunar sé að koma sjálfum sér í lag og það er það sem ég hef verið að gera.“

Gibson hlaut Óskarsverðlaun fyrir leikstjórn á Braveheart og talið er að Hacksaw Ridge eigi eftir að verða tilnefnd til virtustu kvikmyndaverðlauna og blanda sér í baráttuna um Óskarinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fann gróft klám í tölvunni og ásakaði son sinn – „En svo áttaði ég mig á sannleikanum“

Fann gróft klám í tölvunni og ásakaði son sinn – „En svo áttaði ég mig á sannleikanum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Britney Spears birtir óræð skilaboð eftir að fyrrverandi opnaði sig um ógnvekjandi hegðun

Britney Spears birtir óræð skilaboð eftir að fyrrverandi opnaði sig um ógnvekjandi hegðun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldufaðir missti 63 kíló á rúmu ári án lyfja eða aðgerðar – Svona fór hann að því

Fjölskyldufaðir missti 63 kíló á rúmu ári án lyfja eða aðgerðar – Svona fór hann að því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Barnsfaðir Britney Spears lýsir ógnvekjandi reynslu sona þeirra – Starði á þá sofa með hníf í hendinni

Barnsfaðir Britney Spears lýsir ógnvekjandi reynslu sona þeirra – Starði á þá sofa með hníf í hendinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ómar og Eva Margrét gengin í það heilaga

Ómar og Eva Margrét gengin í það heilaga
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafnaði föstu hlutverki í Saturday Night Live – Þetta er ástæðan

Hafnaði föstu hlutverki í Saturday Night Live – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýjar vendingar í skilnaðardrama ársins

Nýjar vendingar í skilnaðardrama ársins