fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Var flótti 12 norður-kóreskra kvenna til suðurs kannski ekki það sem þær vildu?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. júlí 2018 20:00

Hótelið trónir yfir Pyongyang í Norður-Kóreu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kannski var ekki allt sem sýndist í apríl 2016 þegar 12 norður-kóreskar konur komu til Suður-Kóreu. Þær höfðu starfað á norður-kóreskum veitingastað í Kína en síðan fylgdi einn yfirmanna þeirra þeim yfir til Suður-Kóreu. Þá var talað um að þær hefðu flúið frá heimalandi sínu eins og svo margir aðrir hafa gert. En nú hafa vaknað spurningar um hvort þær hafi virkilega viljað enda í Suður-Kóreu.

Tomas Ojea Quintana sérstakur fulltrúi SÞ, sem rannsakar mannréttindi í Norður-Kóreu, hefur vakið máls á þessu. Hann hefur rætt við sumar af konunum. Suður-kóreska fréttastofan Yonhap skýrir frá þessu. Haft er eftir honum að það verði að virða vilja kvennanna sem fórnarlamba.

„Þegar ég kalla þær fórnarlömb gef ég um leið í skyn að þær geti hafa verið fórnarlömb svikastarfsemi.“

Er haft eftir honum. Hann segir að konurnar hafi mjög mismunandi skoðanir á að hafa endað í Suður-Kóreu en leggur áherslu á að hugsanlega hafi eitthvað „glæpsamlegt“ átt sér stað og að yfirvöldum í Suður-Kóreu beri skylda til að láta rannsaka málið ofan í kjölinn.

Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa löngum sagt að konurnar hafi endað í Suður-Kóreu gegn vilja sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin