fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Gunnar Sigurður er maðurinn í myndbandinu: Ætlaði ekki að kyssa hana – „Konan mín er hérna með mér“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. júlí 2018 14:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Sigurður Guðmundsson er maðurinn sem birtist í umfjöllun CNN um áreiti karlkyns stuðningsmanna í garð fjölmiðlakvenna. Í myndbandinu sem DV fjallaði um fyrr í dag má sjá Gunnar hala sér upp að fréttakonu í beinni útsendingu og setja andlitið á sér þétt upp að andliti konunnar.

Gunnar segir í samtali við Vísi að það sé „falsfréttir“ að hann hafi reynt að kyssa konuna. „Kyn fréttamannsins skipti mig engu máli. Ég ætlaði bara að fíflast aðeins og fá smá athygli. Ég var að þykjast vera þessi víkinga-týpa sem er að búa sig undir orrustu, þetta var fyrir leikinn við Argentínu,“ segir Gunnar Sigurður.

Hann segir enn fremur að þetta hafi einungis verið fíflagangur. „Konan mín er hérna með mér og ég tel mig alveg nógu vel gefinn til að vita betur en að vera að grípa í fólk og kyssa það. Þetta hafði nákvæmlega ekkert með neitt kynferðislegt að gera. Það vildi bara svo til að þarna var kona fyrir framan myndavélina, ég hefði látið alveg eins ef þetta hefði verið karl. Þannig að ef einhver er að leita að afsökunarbeiðni frá mér, þá hef ég bara ekkert til að biðjast afsökunar á,“ segir Gunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun
Fréttir
Í gær

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Í gær

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið