fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
Fréttir

Sjáðu myndbandið þegar Ís­lendingur á­reitir frétta­konu á HM

Óðinn Svan Óðinsson
Mánudaginn 9. júlí 2018 13:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska fjölmiðlakonan Brooke Baldwin gerði HM í fótbolta að umtalsefni sínu í þættinum Newsroom á CNN í síðustu viku. Það voru þó ekki úrslit leikja sem vöktu athygli Baldwin heldur hegðun karlkyns stuðningsmanna í garð fjölmiðlakvenna.

Í fréttaskýringunni sem sjá hér sýnir hún nokkur dæmi um menn sem áreita fréttakonur við störf þar á meðal íslenskan stuðningsmann. Maðurinn sem er vel merktur íslenska landsliðinu halar sér upp að fréttakonu í beinni útsendingu og setur andlitið á sér þétt upp að andliti konunnar.

Hann er að lokum dreginn í burtu með valdi. „Horfið á þetta. Þær eru bara að vinna sína vinnu. Það er káfað á þeim og þær kysstar,“ segir Baldwin.

Síðar í fréttinni sýnir Baldwin þegar maður ryðst inn í beina útsendingu og kyssir kólumbíska fréttakonu og grípur í brjóst hennar. Þá bendir hún á þá staðreynd að af þeim 16 þúsund blaðamönnum sem staddir eru í Rússlandi til að fjalla um HM séu aðeins rúmlega 2500 konur.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“
Í gær

Óíslensk hegðun

Óíslensk hegðun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dottaði undir stýri og fór út af

Dottaði undir stýri og fór út af
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Myndband: Bandóðir bílstjórar börðust við Bauhaus – Ástæðan var ótrúleg – „Svo rauk minni gaurinn bara út“

Myndband: Bandóðir bílstjórar börðust við Bauhaus – Ástæðan var ótrúleg – „Svo rauk minni gaurinn bara út“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórlaug var í hættu en varpar nýju ljósi á harmleikinn á Skólavegi: „Verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans“

Þórlaug var í hættu en varpar nýju ljósi á harmleikinn á Skólavegi: „Verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans“