fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Verður matarsóun gerð ólögleg ?

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 9. júlí 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur óskað eftir umsögnum um drög að viðauka við úrgangsforvarnarstefnuna Saman gegn sóun. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Umhverfis- og auðlindaráðherra gaf út stefnu Íslands um úrgangsforvarnir á árinu 2016 sem ber heitið Saman gegn sóun. Stefnan gildir árin 2016-2027 og er megináhersla þar lögð á níu flokka; matvæli, plast, textíl, raftæki, grænar byggingar og pappír. Þá verður unnið til lengri tíma með aukaafurðir frá vinnslu kjöts og fisks, drykkjarvöruumbúðir og að draga úr myndun úrgangs frá stóriðju.

Eftirlitsstofnun EFTA hefur gert athugasemdir við stefnu Íslands um úrgangsforvarnir vegna skorts á mælanlegum mælikvörðum og setningu markmiða til að meta þróun ráðstafana stefnunnar og er þar vísað sérstaklega til 3. mgr. 29. gr. rammatilskipunar 2008/98/EB um úrgang.

Umhverfisstofnun hefur að beiðni ráðuneytisins útbúið tillögu að viðauka við úrgangsforvarnarstefnuna er lýtur að setningu mælikvarða og markmiða fyrir plast, textíl, aukaafurðir frá vinnslu kjöts og fisks, drykkjarvöruumbúðir og ál- og kísilmálmframleiðslu.

Umsögnum um viðaukann skal skilað í samráðsgátt Stjórnarráðsins eigi síðar en 17. ágúst næstkomandi.

Drög að viðauka við úrgangsforvarnarstefnuna Saman gegn sóun á Samráðsgátt Stjórnarráðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum